fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Svona vilja Tyrkir svara fyrir uppþvottaburstann

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 11:20

Mynd: Fanatik.com.tr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Istanbúl:

Tyrkir eru ekki búnir að gleyma uppþvottaburstamálinu sem kom upp í Leifsstöð í sumar. Íslendingar komu reyndar hvergi þar nærri því um var að ræða belgískan ferðamann sem ætlaði að slá á létta strengi með með gríni sem reyndist misheppnað.

Sérfræðingar tyrkneska íþróttafréttamiðilsins Fanatik settust niður í gær og ræddu leikinn sem er fram undan gegn Íslandi á morgun. Þar spjölluðu þeir meðal annars um íslenska liðið, styrkleika liðsins og veikleika þess. Þá kom uppþvottaburstamálið aðeins við sögu í spjallinu.

Blaðamaðurinn Deniz Çoban hafði meðal annars þetta að segja:

„Á undanförnum árum hefur maður ekki beint verið spenntur fyrir landsleiki því árangurinn hefur látið á sér standa. En núna er staðan önnur, landsliðið er farið að færa okkur skemmtun og spennu. Sú staðreynd að leikurinn er við Ísland er svo önnur saga,“ sagði Çoban sem rifjaði upp móttökurnar þegar Tyrkir komu til Íslands í júnímánuði og uppþvottabursta var veifað framan í fyrirliðann Emre Belozoglu. Hann sagði að ekki ætti að svara slíkum dónaskap með því að fara niður á sama plan.

„Það er best að svara þessum dónaskap á vellinum og spila fallegan fótbolta,“ sagði Çoban. „Við eigum ekki að vera tilfinningasamir og harðskeyttir því þá missum við einbeitinguna,“ bætti hann við.

Eins og að framan greinir var um að ræða belgískan ferðamann sem síðar baðst afsökunar á framferði sínu. Áhorfendum á Laugardalsvelli var þó bannað að koma með uppþvottabursta á völlinn og olli málið talsverðu fjaðrafoki í tyrkneskum fjölmiðlum.

Tyrkjum dugar jafntefli til að tryggja sér sæti á EM næsta sumar en sigur gegn Íslandi og Andorra tryggir Tyrkjum efsta sætið í riðlinum. Það er eitthvað sem þeir ætla sér að ná.

Çoban bendir á að Íslandi hafi ekki gengið neitt sérstaklega á útivöllum í keppninni til þessa. Þannig hafi íslenska liðið fengi á sig fjögur mörk gegn Frökkum og Albaníu og það þurfi Tyrkir að nýta sér. „Við þurfum að vera þolinmóðir og halda okkur við okkar kerfi.“

Cem Dizdar segir að íslenska liðið hafi ekki margt fram yfir það tyrkneska. Hann nefnir þó eitt og það er leikgleðin. „Þeir spila af gleði og spila með hjartanu. Við þurfum að geta gert það sama,“ sagði hann og bætti við að íslenska liðið væri mjög vel skipulagt.

Ali Ece segir að það sé kostur að íslenska liðinu dugi ekkert annað en sigur í leiknum. Það geti Tyrkir nýtt sér. „Eftir því sem líður á leikinn þurfa þeir að taka meiri áhættur og skilja eftir meira pláss. Það er ekki ákjósanleg staða fyrir Ísland að vera í,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jafntefli í Kópavogi – Stig sem gerði lítið fyrir bæði lið og ÍBV missir af efri hlutanum

Jafntefli í Kópavogi – Stig sem gerði lítið fyrir bæði lið og ÍBV missir af efri hlutanum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Í gær

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar
433Sport
Í gær

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi