fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025

Lamar Odom trúlofaður eftir stormasamt samband við Khloé: „Hún er sú eina rétta!!!!“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 11:00

Lamar og Sabrina á góðri stundu. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuboltakappinn Lamar Odom bað kærustu sinnar, Sabrinu Parr, í gær og hún sagði já, eins og hún segir fylgjendum sínum á Instagram frá. Lamar deildi einnig gleðifregnunum á Instagram.

„Ég kynni nýju unnustuna mína!! Hún verður bráðum frú Parr-Odom. Hún er sú eina rétta!!!!“

https://www.instagram.com/p/B4v4544pHf-/

Lamar og Sabrina sáust fyrst saman í ágúst á þessu ári og skrifaði Lamar umdeilda færslu á Instagram, sem margir töldu vera skot á fyrrverandi eiginkonu hans, raunveruleikastjörnuna Khloé Kardashian.

„Hvað gerir maður ef maður fær sér kaffi sem er of svart og því of sterkt? Maður setur smá rjóma út í það. En ef maður hellir of miklum rjóma út í það þá sér maður ekki einu sinni að þetta er kaffi,“ skrifaði hann. „Það var einu sinni heitt, en varð svalt. Það var einu sinni sterkt, varð svo veikt. Það vakti mann einu sinni en nú svæfir það mann,“ bætti hann við.“

https://www.instagram.com/p/B4v4pxJgnQa/

Gat ekki haldið typpinu í buxunum

Lamar sagði af og frá að hann væri að skjóta á Khloé, en þau voru gift á árunum 2009 til 2016. Lamar gaf nýverið út æviminningar sínar, Darkness to Light, þar sem hann fór yfir hjónaband þeirra. Körfuboltakappinn þoldi ekki frægðina sem fylgdi sambandinu.

„Um tíma var samband mitt og hennar dans á rósum og ég hef aldrei verið hamingjusamar,“ skrifar hann í Darkness to Light. „En við vorum eitt af frægustu pörunum í Hollywood og við þénuðum meiri peninga saman en við höfðum gert í sitthvoru lagi.“

Khloé og Lamar á meðan allt lék í lyndi.

Lamar segist hafa verið trúr eiginkonu sinni í fyrstu en síðan byrjað að halda framhjá.

„Ég gat ekki höndlað banvænan kokteil sviðsljóssins, fíknar, hnignandi ferils og framhjáhalds,“ skrifar hann. „Og minnsti ég á vænisýki, kvíða, þunglyndi… Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu. Dópistar eru mjög hæfir í að fela fíknina. Ég fór í vörn og Khloé hætti bara að tala um þetta.“

Khloé fékk loks að vita um framhjáhaldið og lygarnar og hjónin skildu, en hún sneri ekki baki við körfuboltamanninum. Lamar lenti á sjúkrahúsi árið 2015 þegar hann tók of stóran skammt af eiturlyfjum og þá stóð Khloé þétt við bakið á honum.

„Ég man að ég vaknaði og hún sýndi mér myndir af móður minni,“ sagði Lamar í samtali við People í tengslum við útgáfu æviminninganna, en móðir hans, Cathy, lést úr krabbameini þegar hann var aðeins tólf ára gamall. „Ég var hissa yfir því hve fljótt hún sýndi mér hollustu. Ást hennar til mín hlýtur að hafa verið skilyrðislaus.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Vildi minnka álagið á kvöldvöktunum og gerðist raðmorðingi

Vildi minnka álagið á kvöldvöktunum og gerðist raðmorðingi
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Hryllingur í New Jersey: Ákærð fyrir að stinga tveggja ára bróður sinn

Hryllingur í New Jersey: Ákærð fyrir að stinga tveggja ára bróður sinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.