fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

RÚV og Morgunblaðið kærð vegna verkfallsbrota – „Mikil vonbrigði“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. nóvember 2019 20:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meint verkfallsbrot hjá RÚV og Mbl.is verða kærð til félagsdóms, en fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum, var í dag.

Fyrsta vinnustöðvunin af þremur á netmiðlunum Vísi hjá Sýn, mbl.is hjá Árvakri, netfréttum Fréttablaðsins og myndatökumönnum Ríkissjónvarpsins stóð frá klukkan tíu í morgun til klukkan tvö. Verk­falls­verðir fylgdust með því að ekkert efni væri sett á vef­miðla þeirra fjöl­miðla sem stóðu í verk­fallinu í þessa fjóra tíma.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins sást töku­maður RÚV á skrif­stofu Sýnar á meðan verkfallinu stóð. Fóru einnig að að birtast fréttir á mbl.is og duttu inn allar þær fjórar klukkustundir sem það stóð yfir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Guðni Einarsson, trúnaðarmaður á Morgunblaðinu, að sum þessara verka vera tvímælalaus verkfallsbrot, að þurfi að fá skorið úr því eftir réttum boðleiðum. „Það verður gert því Blaðamannafélagið mun kæra hin meintu brot til félagsdóms,“ segir Guðni.

Í yfirlýsingu frá hópi blaðamanna á mbl er fullyrt að þetta hafi verið gert með vilja og vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra Morgunblaðsins. Guðni segir þetta vera „Mikil vonbrigði,“ og bætir við: „Allir sem voru á vakt á mbl.is lögðu niður störf klukkan tíu í morgun. En þá gengu blaðamenn af öðrum deildum og jafnvel í öðrum löndum inn í störf þeirra og fóru að skrifa á mbl.is.“

Sjá einnig: Blaðamenn Mbl.is ósáttir með ritstjóra og framkvæmdastjóra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda