fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Íslendingur keyrir þvert yfir Bandaríkin og til baka á 80 dögum: Ég hef þurft að endurforrita hugann“

Auður Ösp
Sunnudaginn 10. nóvember 2019 11:00

Michael Reid (t.v) og Yonatan Belik (t.h)Ljósmynd/Durango Herald

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur fjallaleiðsögumaður, Michael Reid, og ísraelskur félagi hans, Yonatan Belik, hyggjast slá heimsmet með því að keyra þvert yfir Bandaríkin og til baka á 80 dögum. Fararskjóti þeirra félaga er 50cc Honda vespa.

Bandaríski fréttamiðillinn Durango Herald ræddi við þá félaga nú á dögunum, en þá voru þeir staddir í Mesa Verde-þjóðgarðinum í Colorado-ríki.

Hinn 3. nóvember síðastliðinn höfðu félagarnir keyrt rúmlega 10 þúsund kílómetra á 50 dögum. Keyrðu þeir þvert yfir norðurhluta Bandaríkjanna og tóku síðan U-beygju í San Francisco og héldu þaðan yfir til suðurríkjanna. Markmiðið er að keyra alls níu þúsund mílur, rúmlega 14.500 kílómetra á 80 dögum, í gegnum 48 ríki Bandaríkjanna, og slá þannig heimsmet í lengstu ferð sem farin hefur verið á 50cc vespu.

Þurfti að endurforrita hugann

Á ferðalaginu hafa þeir verið að taka viðtöl og mynda fólkið sem verður á vegi þeirra, í von um að ýta undir samkennd og skilning á milli fólks, sem er ekki síst nauðsynlegt nú á tímum, þar sem hraðinn er mikill og samskipti fólks eftir því. Hafa þeir meðal annars hitt listafólk, iðnaðarmenn, fjölskyldur, heimilislausa auk ótal annarra sem hafa deilt með þeim sögum úr hverdagslífinu, draumum og vonum.

„Markmiðið er að deila sögum fólks, til að mynda á samfélagsmiðlum, og gefa fólki tækifæri á að kynnast samlöndum sínum,“ segir Michael og bætir við að innihaldsrík samtöl við ókunnuga geti hjálpað fólki að sjá í gegnum hinar ýmsu staðalímyndir sem til eru í samfélaginu.

„Við ættum öll að venja okkur á að tengjast fólkinu í kringum okkur á jákvæðan hátt,“ segir hann jafnframt en hann kveðst hafa alist upp við þann hugsunarhátt að hann ætti að vara sig á ókunnugum, þeir gætu verið vafasamir. „Ég hef þurft að endurforrita hugann, og við viljum koma þessum skilaboðum áfram.“

Þá segjast þeir yfirleitt hafa fengið bestu viðtökurnar frá fólki á þeim svæðum sem teljast fátæk. Þannig hafa bláókunnugir boðið þeim gistingu, mat og fatnað.

Fram kemur að vinirnir hafi lagt upp í ferðina með afar takmarkað ráðstöfunarfé. Þeir hafa sparað pening með því að gista í tjaldi, meira að segja þegar þeir heimsóttu Klettafjöllin frægu (Rocky Mountains) í snjókomu og nístingsfrosti.

Í lok ferðarinnar hyggjast þeir  setja upp sýningu í Washington-borg með ljósmyndum og viðtölum sem þeir hafa sankað að sér undanfarnar vikur. En þeir láta ekki staðar numið þar, en næst hyggjast þeir reyna að slá heimsmet með því að hjóla  rúmlega 1.000 kílómetra á einhjólum yfir Ísrael, og rétt eins og fyrr, hitta og skrásetja kynni sín af heimamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram