fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025

Erna sýnir hvað sjónarhorn skiptir miklu máli: „Nákvæmlega sami líkami, sama daginn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 11:50

Myndir: Erna Kristín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín, guðfræðingur, áhrifavaldur og aktívisti fyrir jákvæða líkamsímynd, sýnir hvað sjónarhorn getur skipt miklu máli á Instagram. Hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila myndunum og boðskapnum áfram með lesendum.

Sjá einnig: Erna stofnaði alþjóðlega síðu fyrir jákvæða líkamsímynd – Fær fjölbreytta viðmælendur: „Að alast upp með dvergvöxt var mjög erfitt“

„Nákvæmlega sami líkaminn. Sama daginn,“ skrifar Erna Kristín í Instagram Story og birtir þessar tvær myndir.

„Sitthvort sjónarhornið. Hættum að mata hausinn á okkur á samþykktum sjónarhornum. Öll sjónarhorn eru falleg! Það er svo mikilvægt að sjá fegurðina, líkaminn beyglast og beygist eftir stellingum. Það er fallegt og eðlilegt! Þjálfum augað og heilann að sjá okkur ÖLL. En ekki aðeins út frá samþykktum sjónarhornum. Okkar ÖLL í ÖLLU okkar,“ skrifar hún.

Erna deildi síðan fyrri myndinni á Instagram.

https://www.instagram.com/p/B4j-YncAPsr/

„Því meira sem ég horfi, skoða, samþykki, því meira elska ég!“ Skrifaði hún með myndinni.

„Þessi skilyrðislausa ást á allar fellingar hvernig sem þær beygjast eða teygjast, er engri lík. Lærum að skoða okkur frá allskonar sjónarhornum og venjum augað á okkur. Okkur ÖLL. En ekki aðeins á samþykkt sjónarhorn. Ég tók aðra mynd þar sem maginn er alveg flatur og sjónarhornið algjörlega spot on fyrir akkúrat þannig mynd. Sú mynd er líka falleg. Því það er líka ég og minn líkami og ég samþykki öll sjónarhorn og allan líkaman minn. En ég kaus að pósta þessari…..af hverju? Æ ég er bara svo bilaðslega skotin í þessum líkama og fæ ekki nóg af öllu sem honum fylgir Hver hefði haldið að maður kæmist á þann stað að velja fellingamyndina fram yfir myndina sem er samfélagslega samþykkt? KRAKKAR ÞAÐ ER GREINILEGA ALLT HÆGT !!! Ekki missa von! Hvert skref gildir !! Áfram gakk.“

Erna Kristín Stefánsdóttir.

Erna Kristín opnaði sig nýverið um sína upplifun af átröskun. Hún líkti sjúkdómnum við fangelsi.

„Í dag hef ég ekki ælt í tæp 6ár. Ég tek einn dag í einu. Ég er við stjórn & þannig verður það,“ skrifaði hún með færslunni. Þú getur lesið hana í heild sinni hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/B4adEUKAtlB/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.