fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

5 skemmtistaðir sem brunnu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. nóvember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Glaumbær – 1971

Glaumbær var stórvinsæll skemmtistaður og heimastaður margra íslenskra Bítlabanda. Eldsupptök eru ókunn en staðurinn var mannlaus þegar eldurinn kom upp, en einhver hljóðfæri fastra hljómsveita brunnu til kaldra kola.

 

Klúbburinn – 1992

Klúbburinn í Borgartúni 32 var stofnaður sem veitingastaður árið 1960 í þriggja hæða skrifstofuhúsi með kjallara Eftir miðnætti aðfaranótt mánudagsins 3. febrúar árið 1992 fékk slökkviliðið tilkynningu um að eldur væri laus í húsinu. Lögregla taldi að um íkveikju hefði verið að ræða þar sem eldur hafði blossað upp á þremur stöðum.

 

Tunglið – 1998

Einn af stærstu eldsvoðum í sögu miðborgarinnar kom upp á skemmtistaðnum Tunglinu við Lækjargötu 2. Húsið gjöreyðilagðist og var rifið í kjölfarið. Nýtt hús var reist á reitnum sem hýsir nú meðal annars Hard Rock Café og Grillmarkaðinn.

 

Pravda – 2007

Um tvö leytið miðvikudaginn 18. apríl árið 2007 kom upp eldur í húsum við Lækjargötu og Austurstræti og breiddist hratt út. Eldurinn er talinn hafa blossað upp út frá loftljósi í upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn en síðan læst klónum í nærliggjandi hús.

 

Batteríið – 2010

Einn skammlífasti skemmtistaður Reykjavíkur var Batteríið sem var í Hafnarstræti 1 til 3, Staðurinn var ekki ætlaður fyrir ungmenni heldur var áherslan lögð á fólk á fertugsaldri og upp úr, en hann hafði aðeins starfað í ár þegar hann brann.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu