fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Forstjóri Útlendingastofnunar: „Við sjáum ekkert í þessu máli sem við myndum líta á sem einhver mistök“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 19:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og sex ára gömul ólétt kona frá Albaníu var í morgun neydd til að fljúga úr landi. Konan er komin tæpa níu mánuði á leið.

Málið hefur verið umtalað í dag en konan hafði í förum sínum vottorð sem sagði hana ekki vera í ástandi til að fljúga. Þrátt fyrir það var hún flutt á brott en Útlendingastofnun hafði vottorð sem sagði hana geta flogið. Ólétta konan segist þó ekki hafa hitt lækninn sem gaf það vottorð út.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var rætt við starfandi forstjóra Útlendingastofnunar, Þorstein Gunnarsson. Aðspurður um það hvort þetta hafi verið mistök af hálfu stofnunarinnar segir Þorsteinn svo ekki vera.

„Á þessum tímapunkti þá sjáum við ekkert í þessu máli sem við myndum líta á sem einhver mistök. En það virðast vera uppi deildar meiningar um það meðal heilbrigðisstarfsfólks hvernig beri að túlka þetta vottorð og það er klárlega eitthvað sem við munum eiga samtal við heilbrigðisyfirvöld um á næstunni,“

Einnig var rætt við Evu Jónsdóttir, starfandi yfirlæknir fæðingarþjónstu Landspítala, í kvöldfréttunum en vottorð konunnar kom frá Mæðravernd Landspítalans. „Ég get allavega ekki séð að vottorðið hafi verið gefið út í öðrum tilgangi en að gefa það til kynna að við mæltum ekki með því að hún færi í flug í þessum tilgangi,“ sagði Eva í samtali við Stöð 2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi
Fréttir
Í gær

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn
Fréttir
Í gær

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda