fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Agnes biskup segir Áslaugu Örnu til syndanna: „Ólíðandi verknaður að senda barnshafandi konu burt í óvissu og örbyrgð“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 18:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og sex ára gömul kona frá Albaníu var í morgun neydd til að fljúga úr landi.

Málið hefur vakið mikla athygli í dag og umræðu en konan er ólétt og komin níu mánuði á leið. Klukkan 18 í gær kom lögreglan í lokað úrræði Útlendingastofnunar fyrir fjölskyldur, konur og fylgdarlaus ungmenni til að handtaka fjölskyldu frá Albaníu. Fjallað hefur verið mikið um málið í dag og hefur Áslaug Arna dómsmálaráðherra fengið mikla gagnrýni í netheimum vegna málsins.

Nú hefur Biskup Íslands óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra til að ræða stöðu hælisleitenda vegna í ljósi brottvísunar óléttu konunnar í nótt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Agnesi Sigurðardóttur, Biskupi.

„Það er ólíðandi verknaður að senda barnshafandi konu burt í óvissu og örbyrgð. Það er mannréttindabrot og gengur þvert á skilyrðilausa kærleiksskyldu kristinna manna,“ segir Agnes. í tilkynningunni. „Biskups Íslands hefur óskað eftir því að prestur innflytjenda sr. Toshiki Toma, ásamt sr. Ásu Laufey Sæmundsdóttir og sr. Evu Björk Valdimarsdóttur, sem séð hafa um þjónustu við hælisleitendur, fylgi málinu eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi
Fréttir
Í gær

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn
Fréttir
Í gær

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda