fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Þetta sögðu Áslaug og Katrín um flóttamenn árið 2016: „Það er okkar skylda að hjálpa fólki“ – Sjáðu myndböndin

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál albanskrar konu hér á landi sem komin er tæpa níu mánuði á leið hefur vakið mikil viðbrögð í samfélaginu. Konunni var vísað úr landi í morgun, að sögn Útlendingastofnunar vegna vottorðs læknis sem sagði að konan væri ferðafær og flutningur úr landi myndi ekki stefna öryggi hennar í hættu.

Málið hefur vakið mikil og hörð viðbrögð og hefur Útlendingastofnun fengið sinn skerf af gagnrýni sem og ráðamenn þjóðarinnar. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur harðlega sem og forvera hennar í embætti dómsmálaráðherra.

„Síðasta vor skrifaði ég grein og óskaði þess að nýr dómsmálaráðherra sneri af ómanneskjulegri braut í útlendingamálum, hún gerði það ekki. Nú höfum við þriðja ráðherra málaflokksins á tveimur árum og ekkert virðist breytast – því miður. Brottvísun ungrar, þungaðrar móður, með tveggja ára barn hlýtur að vera kornið sem fyllir mælinn hjá öllum sómakærum stjórnarþingmönnum – Ég hlýt því að kalla þau til ábyrgðar að stoppa þennan ósóma.”

Illugi Jökulsson, blaðamaður og samfélagsrýnir, sagðist hreinlega vera orðlaus vegna málsins. „Hin dugmikla ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að störfum. Ég er svo gjörsamlega dolfallinn,“ sagði hann á Facebook við frétt af málinu sem hann deildi.

Katrín: „Það er okkar skylda að hjálpa fólki”

Á samfélagsmiðlum hefur verið vakin athygli á myndböndum sem tekin voru sumarið 2016 og birt á Facebook-síðunni Akkeri. Samtökin Akkeri voru stofnuð af Þórunni Ólafsdóttur og öðru áhugafólki um starf í þágu fólks á flótta.

Á myndböndunum, sem sjá má neðst í fréttinni, mátti meðal annars sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, núverandi dómsmálaráðherra og Katrínu Jakobsdóttur, núverandi forsætisráðherra, tjá sig um stöðu flóttamanna og tala fyrir mannúðlegri framkomu við flóttafólk. Það skal þó tekið fram að Albanía er metið sem öruggt ríki á vef Útlendingastofnunar, en á móti hefur verið bent á að völdin séu hjá Katrínu og Áslaugu.

„Við þurfum að taka ábyrgð. Ef allt færi á versta veg í mínu heimalandi, hér á Íslandi, myndi ég vilja geta treyst því að heimurinn myndi rétta mér hjálparhönd. Heimurinn er ekki svarthvítur og það er staðreynd að fullt að fólki, bæði menn, konur og börn, geta ekki búið í sínum heimalöndum. Sínum bræðrum og systrum okkar virðingu og leggjum okkar af mörkum,“ sagði Áslaug Arna til dæmis í sínu myndbandi.

Katrín Jakobsdóttir sagði aftur á móti: „Á hverri mínútu flýja 24 einstaklingar heimili sín. Það er ekki aðstaða sem nokkur maður vill lenda í og þetta fólk lendir oft í mikilli neyð. Það er okkar skylda að hjálpa fólki og við getum tekið á móti fleirum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið