fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Neyðarkall frá Fanndísi – Fágætu listaverki hennar var stolið í gær

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listakonan Fanndís hefur kallað eftir hjálp netverja og lesenda DV en fágætu glerlistaverki hennar var stolið í gær. Greint var frá atvikinu í dagbók lögreglu og segir þar:

18:00     Tilkynnt að glerlistaverki og mögulega fleiri verkum hafi verið stolið úr galleríi í hverfi 101.

Í tilkynningu sinni um málið segir Fanndís:

Vil biðja ykkur á samfélagsmiðlunum um aðstoð
Í gær þann 4. Nóvember lenti ég í því að glerlistaverki mínu var stolið í miðborg Reykjavíkur.
Um er að ræða verk sem er eitt sinnar tegundar og bjó ég það til með eigin höndum í glerblæstri og því auðvelt að þekkja.
Ef þið hafið einhverja upplýsingar um verkið megið þið endilega hafa samband við mig.
Endilega deila þessu vítt og breitt svo að það fari ekki framhjá neinum að þetta er stolið listaverk ef það dúkkar upp einhverstaðar og gera þjófinum erfiðara um vik.
Við litlu listamennirnir setjum hjarta og sál okkar í sköpun verka okkar og er það virkilega slæmt högg á okkur þegar við verðum fyrir stuldi líkt og ég varð fyrir í gær bæði fjárhagslega og tilfinningalega.
Það rífur illa í hjartað að svona sé gert, þegar ég er í sköpunar gír bý ég til verk sem eru ávalt ein sinnar tegundar og það yljar manni um hjartað þegar þau fá góð heimili sem að kunna að meta þau

Þeir sem hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband  í skilaboðahólfið á Facebook-síðu listakonunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi
Fréttir
Í gær

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn
Fréttir
Í gær

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda