Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá togbátbát sem staddur var norður af Stykkishólmi á tólfta tímanum í dag. Þrír voru um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út sem og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þá voru skip og bátar í grenndinni beðnir um að halda á vettvang.
Laust eftir kl. 12 var búið að bjarga mönnunum, sem komnir voru í björgunarbát, af nálægu fiskiskipi sem kom á staðinn. Bátur mannanna er sokkinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þá afturkölluð.
Báturinn datt úr tilkynningarskyldu hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og skömmu síðar barst neyðarskeyti frá honum. Þá sást neyðarblys á lofti. Samvinna björgunaraðila og skipa á svæðinu var til algjörrar fyrirmyndar en búið var að bjarga mönnunum um borð í fiskiskipið rúmum hálftíma eftir að neyðarkallið barst.