fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Þremur bjargað eftir að bátur sökk á Breiðafirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 12:31

Frá Stykkishólmi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá togbátbát sem staddur var norður af Stykkishólmi á tólfta tímanum í dag. Þrír voru um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út sem og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þá voru skip og bátar í grenndinni beðnir um að halda á vettvang.

Laust eftir kl. 12  var búið að bjarga mönnunum, sem komnir voru í björgunarbát, af nálægu fiskiskipi sem kom á staðinn. Bátur mannanna er sokkinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þá afturkölluð.

Báturinn datt úr tilkynningarskyldu hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og skömmu síðar barst neyðarskeyti frá honum. Þá sást neyðarblys á lofti. Samvinna björgunaraðila og skipa á svæðinu var til algjörrar fyrirmyndar en búið var að bjarga mönnunum um borð í fiskiskipið rúmum hálftíma eftir að neyðarkallið barst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„15 árum eftir áætluð verklok er enn rifist um staðsetningu Sundabrautar“

„15 árum eftir áætluð verklok er enn rifist um staðsetningu Sundabrautar“