fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Gunnar Smári gefur listaelítunni einn á kjaftinn: Salurinn hlær að og fyrirlítur þá sem minnst mega sín

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. nóvember 2019 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalisti, birti í dag færslu í Facebook-hópnum Sósíalistaflokkur Íslands. Í færslunni tekur hann fyrir væntanlega íslenska kvikmynd, Gullregn eftir Ragnar Bragason.

Gunnar talar um nýfrjálshyggju fólk sem heldur því fram að öryrkjar svindli á kerfinu. Hann nefnir Ronald Reagan sem birtingarmynd nýfrjálshyggjunnar sem sögðu að kerfi sem aðstoðuðu bjargarlaust fólk væru misnotuð af óprúttnum aðilum.

Gunnar segir að hápunktur þessarar umræðu á Íslandi hafi verið leikrit eftir Ragnar Bragason, sem nú hefur verið kvikmyndað.

Leikritið er samkvæmt Gunnari um svokallaða Welfare Queen, sem er einhver sem nýtir sér kerfið líkt og áður kemur fram.

„Leikrit Ragnars Bragasonar um eina slíka, sem átti að búa upp í Fellahverfi og lifa þar einskonar gnægtarlífi á bótum. Auðvitað er ekki hægt að kvarta undan efnistökum einstaka listaverka en það verður að segjast að það er ömurlegt að loksins þegar íslenskur öryrki fékk að vera með í leikritum íslenskra listaelítu þá skuli hann hafa verið hæddur sem bótasvindlari og þjóðníðingur.“

„Það var ekki fyrr en umræðan um örorkubætur Tryggingastofnunar höfðu snúist svo gegn öryrkjum að þeir voru í almennri umræðu málaðir sem glæpalýður, þá fyrst stökk stofnanaleikhúsið til og leyfði öryrkja að vera aðalpersónan í leikverki sem sett var á stóra sviðið.“

Gunnar Smári virðist afar ósáttur með það að kvikmynd með þessi efnistök skuli fá styrk frá kvikmyndasjóði.

„Nú hefur þetta leikrit fengið styrk frá Kvikmyndasjóði og nýsköpunarráðuneytinu. Það er sem sé von á mynd um bótasvindl íslenskra öryrkja og það sældarlíf sem þeir lifa af því að svindla á okkur hinum. Í boði stjórnvalda. Loksins þegar öryrkjar geta farið í leikhús eða bíó og séð sjálfan sig þá er það persóna sem salur hlær að og fyrirlítur. Persónu sem er klippt úr úr áróðri Ronald Reagan gegn mannúð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm