

Mario Mandzukic, stjarna Juventus, mun líklega velja peningana frekar en Manchester United.
Frá þessu greina enskir og ítalskir miðlar en Mandzukic fær ekkert að spila hjá Juve þessa dagana.
United hafði áhuga á að fá Mandzukic í janúarglugganum en hann verður samningslaus næsta sumar.
Al Duhail í Katar hefur þó einnig áhuga á leikmanninum og er reiðubúið að borga honum 6,4 milljónir punda í árslaun.
Það er meira en United er tilbúið að greiða fyrir Króatann sem er 33 ára gamall.