

Unai Emery, stjóri Arsenal, fær mánuð til að bjarga starfinu ef marka má enska fjölmiðla.
Emery er undir pressu þessa stundina en stjórn Arsenal er ekki tilbúin að gefast upp á Spánverjanum.
Arsenal mætir Leicester City næsta laugardag og þarf Emery að ná í góð úrslit þar til að halda í við topp fjóra.
Arsenal gerði 1-1 jafntefli heima við Wolves um helgina og var frammistaðan ekki sannfærandi.
Næstu vikur verða afar mikilvægar fyrir Emery en ef úrslitin skila sér ekki þá verður hann rekinn.