Tilkynnt um umferðaróhapp í dag þar sem annar ökumann yfirgaf vettvang án þess að gera grein fyrir sér. Málið er í rannsókn. Lögregla hefur upplýsingar um geranda.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir einnig frá því að um hádegi var tilkynnt um innbrot í bifreið í hverfi 105. Málið er í rannsókn.
Maður kom á lögreglustöð og vildi tilkynna umferðaróhapp þar sem ekið var í veg fyrir hann, þar sem hann var á reiðhjóli, við verslunarrými í hverfi 105. Málið er í rannsókn.
Mikið ónæði var af ölvuðum „góðkunningjum“ lögreglunnar í miðborginni. Var það leyst á viðeigandi hátt.