fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Fréttir

Íbúar í Njarðvík þurfa að yfirgefa heimili sín eftir að gamalt sprengiefni fannst í gámi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. nóvember 2019 15:01

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að rýming þessi sé öryggisráðstöfun til að tryggja öryggi íbúa sem búa á nálægum svæðum. „Við biðjumst velvirðingar á því ónæði sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningunni en íbúar sem eru innan 110 metra radíusar þurfa að yfirgefa heimili sín. Það eru íbúar við eftirfarandi götur:

Bakkastígur nr. 10 – 12 – 12a – 12b.

Þórustígur nr. 9-13-15-18-20-22-24-26-28

Þá segir að íbúar sem búa innan 400 metra radíusar þurfi að halda sig innandyra frá klukkan 16:00 og þangað til frekari fyrirmæli og upplýsinga koma frá lögreglu. Það eru íbúar við Njarðarbraut og innan þess milli Krossmóa og Borgarvegar.

Við biðlum til íbúa á Suðurnesjum að gefa sérfræðingum og öðrum viðbragðsaðilum rými til að vinna og jafnframt að sýna biðlund. Við munum senda frá okkur tilkynningu þegar íbúar geti snúið aftur heim eða þegar lokunum verður aflétt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu í fyrsta skipti

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu í fyrsta skipti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dívurnar Linda Pé og Margrét Jónasar tókust á fyrir dómi – „Bið þig um að fjarlægja strax“

Dívurnar Linda Pé og Margrét Jónasar tókust á fyrir dómi – „Bið þig um að fjarlægja strax“
Fréttir
Í gær

Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir

Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir
Fréttir
Í gær

Hörður endurvekur Macland – „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg“

Hörður endurvekur Macland – „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg“