fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Fréttir

Þetta eru bestu borgirnar í Evrópu fyrir stutt frí – Reykjavík neðarlega á listanum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 2. nóvember 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresku neytendasamtökin Which? hafa birt niðurstöður könnunar um bestu borgirnar í Evrópu fyrir þá sem vilja komast í stutt frí. Könnunin var gerð meðal þúsunda Breta og er borg í Póllandi á toppnum þriðja árið í röð. Mail Online fjallar um þetta.

Borgin sem um ræðir er Kraká, önnur stærsta borg Póllands. Þessi sögulega borg er þekkt fyrir fegurð sína og er miðborgin til að mynda skráð á heimsminjaskrá UNESCO. Það er fleira en fegurð borgarinnar sem trekkir að því verðlag er með besta móti, en auk þess er mikið úrval veitingastaða og verslana í borginni. Þá skemmir væntanlega ekki fyrir að það tekur ekki mjög langan tíma að ferðast þangað, eða tvær og hálfa klukkustund með flugi frá London.

Kraká fékk einkunnina 93% af 100% mögulegum í könnun Which? sem var gerð meðal rúmlega 4.700 ferðalanga. Í næstu sætum á eftir voru spænsku borgirnar Sevilla (90%) og Valencia (89%). Þar á eftir komu Berlín (88%), Amsterdam (86%), Búdapest (86%), Munchen (86%) Feneyjar (86%) og Verona (86%).

Þess má geta að Reykjavík skorar ekki ýkja hátt á listanum, er í 40. sæti með einkunnina 75%. Reykjavík er þó fyrir ofan Brussel, Mílanó og Alicante sem er í neðsta sæti.

Nokkur atriði voru lögð til grundvallar útreikningunum; til að mynda verð á flugi, verð og gæði gistingar, verð á mat og drykk, menningarstaðir og afþreying fyrir ferðamenn, verslanir og samgöngur svo dæmi séu tekin. Reykjavík fær aðeins eina stjörnu fyrir verslanir og aðeins eina stjörnu í flokki sem tekur til þess sem ferðalangar fá fyrir peninginn á viðkomandi áfangastað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu í fyrsta skipti

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu í fyrsta skipti
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dívurnar Linda Pé og Margrét Jónasar tókust á fyrir dómi – „Bið þig um að fjarlægja strax“

Dívurnar Linda Pé og Margrét Jónasar tókust á fyrir dómi – „Bið þig um að fjarlægja strax“
Fréttir
Í gær

Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir

Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir
Fréttir
Í gær

Hörður endurvekur Macland – „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg“

Hörður endurvekur Macland – „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg“