fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Íslenskir áhrifavaldar komnir undir smásjá skattayfirvalda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 31. október 2019 16:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisskattstjóri rannsakar nú sérstaklega skattaframtöl áhrifavalda fyrir árið 2018. Þetta kemur fram í umfjöllun Viðskiptablaðsins. Samkvæmt greininni virðist helst vanta upp á að áhrifavaldar telji fram aðrar tekjur frá fyrirtækjum en peningagreiðslur, þ.e. ókeypis vörur og þjónustu sem þeir fá fyrir umfjöllun.

Viðskiptablaðið hefur heimildir fyrir því að hæstu greiðslur til áhrifavalda fyrir hvert samstarf séu eitthvað yfir 100 000 krónur. Lægstu greiðslur séu um 15.000 en algengar greiðslur séu um 50.000. Áhrifavaldar geri grein fyrir þessum tekjum sem verktakagreiðslum í skattframtali. Hins vegar virðist skorta á að áhrifavaldar telji fram greiðslur frá fyrirtækjum sem eru í formi vara og þjónustu, til dæmis utanlandsferða, húsmuna, afnota af bílum og afsláttarkjara. – Segir Ríkisskattstjóri að þegar fyrirtæki afhendi áhrifavöldum svona gæði hljóti það að vera gert með væntingar um umfjöllun þeirra í staðinn.

Algengar uppgefnar mánaðartekjur áhrifavalda samkvæmt tekjublöðum á síðasta ári voru um 300.000 krónur, þær fóru alveg niður í 93.000 kr. hjá þeim tekjulægstu og yfir milljón hjá þeim tekjuhæstu.

Áhrifavaldar hafa einnig verið undir eftirliti vegna ásakana um að sumir þeirra birti færslur sem eru duldar auglýsingar, þ.e. geti þess ekki að greitt hafi verið fyrir umfjöllunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum