fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Íslenskir áhrifavaldar komnir undir smásjá skattayfirvalda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 31. október 2019 16:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisskattstjóri rannsakar nú sérstaklega skattaframtöl áhrifavalda fyrir árið 2018. Þetta kemur fram í umfjöllun Viðskiptablaðsins. Samkvæmt greininni virðist helst vanta upp á að áhrifavaldar telji fram aðrar tekjur frá fyrirtækjum en peningagreiðslur, þ.e. ókeypis vörur og þjónustu sem þeir fá fyrir umfjöllun.

Viðskiptablaðið hefur heimildir fyrir því að hæstu greiðslur til áhrifavalda fyrir hvert samstarf séu eitthvað yfir 100 000 krónur. Lægstu greiðslur séu um 15.000 en algengar greiðslur séu um 50.000. Áhrifavaldar geri grein fyrir þessum tekjum sem verktakagreiðslum í skattframtali. Hins vegar virðist skorta á að áhrifavaldar telji fram greiðslur frá fyrirtækjum sem eru í formi vara og þjónustu, til dæmis utanlandsferða, húsmuna, afnota af bílum og afsláttarkjara. – Segir Ríkisskattstjóri að þegar fyrirtæki afhendi áhrifavöldum svona gæði hljóti það að vera gert með væntingar um umfjöllun þeirra í staðinn.

Algengar uppgefnar mánaðartekjur áhrifavalda samkvæmt tekjublöðum á síðasta ári voru um 300.000 krónur, þær fóru alveg niður í 93.000 kr. hjá þeim tekjulægstu og yfir milljón hjá þeim tekjuhæstu.

Áhrifavaldar hafa einnig verið undir eftirliti vegna ásakana um að sumir þeirra birti færslur sem eru duldar auglýsingar, þ.e. geti þess ekki að greitt hafi verið fyrir umfjöllunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm