fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Íslenskt barn segist vilja losna frá pabba sínum: „Ég er hræddur um að hann meiði mig.“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 31. október 2019 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook-síðan Líf án ofbeldis hefur vakið talsverða athygli vegna hispurslausra frásagna sinna af meðferðum ofbeldismála á Íslandi.

Í gær fjallaði DV um Líf án ofbeldis en síðan birti í gær samtal milli félagsráðgjafa og barns sem varð fyrir ofbeldi. Með því að birta samtalið var verið að sýna fram á meinta vanhæfni félagsráðgjafans sem þráspurði barnið til að koma öðrum hugmyndum að hjá því. Félagsráðgjafinn virðist ekki hlusta á það sem barnið hefur að segja og virtist vera sem hann hafi verið að reyna að afvegaleiða umræðuna síendurtekið.

Líf án ofbeldis birti í dag nýja færslu þar sem þeir sýna bréf sem barn afhenti til dómsmálaráðuneytis í sumar. Bréfið er ansi hrollvekjandi en í því segist barnið vera hrætt við föður sinn og vill verða frjáls frá honum. Bréfið má sjá hér fyrir neðan.

„Má ég vera frjáls frá pabba mínum? Og allir hinir krakkarnir öruggir. Pabbi minn gerir mig stressaðan. Ég er hræddur um að hann meiði mig. Ég vil ekki fara til sýslumanns aftur.“

„Hvaða rétt hafa börn sem eiga feður sem eru ofbeldismenn eða barnaníðingar?“ var skrifað við myndina hjá Líf án ofbeldis og vakti um leið athygli á undirskriftasöfnun sinni. Undirskriftasöfnuninni var hrundið af stað til að mótmæla endurtekinna úrskurða og umfjallana í fjölmiðlum um umgengnis- og forsjármál þar sem börn eru skikkuð í umgengni við gerendur sína, barnaníðinga og ofbeldismenn.

„Stöndum með þessum börnum. Hægt er að skrifa undir nafnlaust. Skrifaðu undir hér (síðasti dagurinn til að skrifa undir er í dag)“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru