Í gær fjallaði DV um Líf án ofbeldis en síðan birti í gær samtal milli félagsráðgjafa og barns sem varð fyrir ofbeldi. Með því að birta samtalið var verið að sýna fram á meinta vanhæfni félagsráðgjafans sem þráspurði barnið til að koma öðrum hugmyndum að hjá því. Félagsráðgjafinn virðist ekki hlusta á það sem barnið hefur að segja og virtist vera sem hann hafi verið að reyna að afvegaleiða umræðuna síendurtekið.
Líf án ofbeldis birti í dag nýja færslu þar sem þeir sýna bréf sem barn afhenti til dómsmálaráðuneytis í sumar. Bréfið er ansi hrollvekjandi en í því segist barnið vera hrætt við föður sinn og vill verða frjáls frá honum. Bréfið má sjá hér fyrir neðan.
„Má ég vera frjáls frá pabba mínum? Og allir hinir krakkarnir öruggir. Pabbi minn gerir mig stressaðan. Ég er hræddur um að hann meiði mig. Ég vil ekki fara til sýslumanns aftur.“
„Hvaða rétt hafa börn sem eiga feður sem eru ofbeldismenn eða barnaníðingar?“ var skrifað við myndina hjá Líf án ofbeldis og vakti um leið athygli á undirskriftasöfnun sinni. Undirskriftasöfnuninni var hrundið af stað til að mótmæla endurtekinna úrskurða og umfjallana í fjölmiðlum um umgengnis- og forsjármál þar sem börn eru skikkuð í umgengni við gerendur sína, barnaníðinga og ofbeldismenn.
„Stöndum með þessum börnum. Hægt er að skrifa undir nafnlaust. Skrifaðu undir hér (síðasti dagurinn til að skrifa undir er í dag)“