Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur rannsakar málið að sögn Fréttablaðsins og var farið í eftirlitsferð í gær á skrifstofu KPMG. Enn er ekkert vitað um upptök pestarinnar.
Um 80 starfsmenn KPMG fengu slæman niðurgang daginn fyrir árshátíð fyrirtækisins á dögunum. Búið er að tilkynna málið til Embætti landlæknis og er það komið á borð sóttvarnalæknis.
Fréttablaðið greinir frá þessu. „Þetta kom upp á föstudag og var um að ræða sólarhringspest,“ segir Andrés Guðmundsson, starfsmannastjóri KPMG á Íslandi, en svo virðist sem árshátíðinni hafi verið haldið til streitu.
„Fólk var að veikjast í sirka átta tíma og svo var það búið. Við finnum í raun enga skýringu á þessu en þetta var að smitast mjög hratt milli manna en það er ekki hægt að rekja það í eitt né neitt,“ segir Andrés.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur rannsakar málið að sögn Fréttablaðsins og var farið í eftirlitsferð í gær á skrifstofu KPMG. Enn er ekkert vitað um upptök pestarinnar.