fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Skiptar skoðanir um dóminn í gær – Hvað eiga stjórnendur að gera í Metoo-málum? – Spuni, segir lögmaður Atla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 31. október 2019 14:40

Atli Rafn. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaður Leikfélags Reykjavíkur, Sigurður Örn Hilmarsson, segir að dómur sem féll gegn Borgarleikhúsinu í gær, þar sem Atla Rafni Sigurðssyni voru dæmdar skaðabætur vegna uppsagnar, skapi óvissu um skyldur stjórnenda í málum sem snerta kynferðislega áreitni. Þetta kemur fram í frétt á RÚV. Leikfélagið hefur ákveðið að áfrýja dómnum en félagið og Kristín voru dæmd til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í miskabætur. Atla Rafni var sagt fyrirvaralaust upp störfum vegna kvartana samstarfskvenna um kynferðislega áreitni. Hins vegar fékk hann aldrei að vita hverjar ásökuðu hann og um hvað ásakanirnar snerust. Það er álit dómsins að leikshússtjóra hafi borið að upplýsa Atla um efni ásakananna.

Lögmaður leikfélagsins segir um dóminn:

„Ákvörðun um áfrýjun málsins byggir á tveimur sjónarmiðum. í fyrsta lagi eru umbjóðendur mínir ósammála niðurstöðu dómsins og þá telja þeir líka að niðurstaðan skapi óvissu um skyldur atvinnurekenda og stjórnenda á almennum vinnumarkaði þegar við kemur öryggi starfsmanna á vinnustað, vellíðan þeirra þegar þessi viðkvæmu mál koma upp.“

Þetta er í samræmi við ályktun sem stjórn leikfélagsins sendi frá sér í gær vegna málsins:

„Stjórn Leikfélags Reykjavíkur lítur svo á eftir niðurstöðu héraðsdóms að óvissa ríki um túlkun laga sem tryggja eiga vellíðan og öruggi starfsfólks og því er til skoðunar að áfrýja dóminum til Landsréttar. Stjórnendur hjá LR leggja mikla áherslu á góðan og faglegan starfsanda í Borgarleikhúsinu og telja mikilvægt að lög og reglur um viðkvæm og vandmeðfarin starfsmannamál séu skýr.“

Lögmaður Atla Rafns, Einar Þór Sverrisson, segir hins vegar að þessi málflutningur sé til raun til spuna. Í máli Atla Rafns hafi allar reglur sem hægt var að brjóta verið brotnar. Kom þetta fram á Vísi í gær. Kristín er með framgöngu sinni í málinu sögð hafa brotið gegn reglugerð sem gildir um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Þar segir meðal annars í kafla um aðgerðir atvinnurekanda við slíkar aðstæður:

„Skal atvinnu­rekandi jafnframt tryggja að við matið sé hlutaðeigandi starfsmönnum gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og að alla jafna sé rætt við einn aðila máls í senn.“

Þá segir enn fremur:

„Atvinnurekandi skal skrá niður allt sem tengist meðferð máls og halda hlutaðeigandi starfsmönnum sem og vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins upplýstum meðan á meðferðinni stendur, meðal annars með því að veita þeim aðgang að öllum upplýsingum og gögnum í málinu, að teknu tilliti til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.“

Í máli Atla Rafns veitti Kristín honum hins vegar ekki upplýsingar um efni ásakana gegn honum til að gæta trúnaðar við þá konur sem ásökuðu hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Í gær

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“