Freyja Haraldsdóttir ætlar sér að verða móðir og telur sig fullhæfa til þess að verða foreldri. Hún segir efasemdir varðandi hæfni hennar byggjast á fordómum. Þetta kom fram í samtali Freyju við DV.
Þegar Freyja var spurð hvort að tilraun hennar til að vera foreldri væri einungis til að skoða og reyna á kerfið sagði hún að henni þætti leiðinlegt að fólk skyldi halda það.
„Svona gengur maður ekki í gegnum bara til að testa eitthvað kerfi.“
Freyja segist vongóð um að hún fái að verða fósturforeldri, auk þess sem hún segir að hún myndi aldrei fara í þetta feri öðruvísi en ef hún teldi sig hæfa.
„Ég hef unnið með börnum mjög lengi, verið í skólum sem ráðgjafi og þar kom aldrei neitt upp, né fékk ég nokkurntíman athugasemdir varðandi hvernig ég annast börn. Ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu,“
Þegar Freyja er spurð út í gagnrýni þeirra sem telja hana óhæfa vegna fötlunar hennar svarar hún með því að benda á að hún sé nú þegar með aðstoð allan sólarhringinn.
„Ég get annast börn annars væri ég ekki að sækja um þetta.“