fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Krabbameinsfélagið tengist ekki skrýtnum keðjustatusum á Facebook – „Við höfum ekki stjórn á því sem fólk gerir á samfélagsmiðlum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 30. október 2019 13:59

Helga Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hafa sérkennilegir keðjustatusar verið áberandi á Facebook. Þar segist fólk til dæmis hafa pissað í buxurnar, það sé hætt að ganga í undirfötum, það ætli að flytja til Vermont eða fá sér apa. Ef einhver Facebook-vinur er svo heppinn (eða óheppinn?) að bregðast við færslunni hefur viðkomandi samband við vininn og segir honum að nú verði hann að birta samskonar status sjálfur. Leikurinn er sagður hafa það markmið að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Erfitt er hins vegar að sjá í fljótu bragði hvernig það má vera.

Fjallað er um málið á vef Krabbameinsfélagsins og þar kemur fram að leikurinn tengist ekki á nokkurn hátt Krabbameinsfélaginu. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir:

„Satt að segja þá skiljum við ekki hvernig þessi leikur á að vekja athygli á brjóstakrabbameini því einungis þeir sem svara póstinum fá upplýsingar um að þetta eigi að snúast um brjóstakrabbamein. Það getur ýmislegt dúkkað upp í bleikum október án þess að við vitum um það, en sem betur fer er það yfirleitt eitthvað sem styður við málstaðinn.“

Krabbameinsfélagið leggur mikla áherslu á fræðslu og forvarnir en þessi leikur hefur ekkert með það starf að gera. Helga segir jafnframt:

„Við höfum ekki stjórn á því sem fólk gerir á samfélagsmiðlum, en það er ekki óalgengt að fólk tengi við átökin okkar og „teiki“ því átökin fá athygli í fjölmiðlum. Stundum eru þessir leikir þess eðlis að þeir gera gagn og fá fólk til að hugsa um ákveðna hluti, en í sumum tilfellum ekki. Við vonum að fólk fái einhverja skemmtun út úr þessu en sjáum ekki hvernig þetta geti verið ætlað til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Þetta tengist okkur sannarlega ekki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Í gær

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi