fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Gunnar Karlsson er látinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. október 2019 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Karlsson sagnfræðingur er látinn, áttræður að aldri. Gunnar skrifaði fjölda kennslubóka fyrir öll skólastig og fjölda annarra rita. Í frétt Vísis, sem vísar í tilkynningu frá aðstandendum, kemur fram að Gunnar hafi látist á hjartadeild Landspítalans í gær.

Eftirlifandi eiginkona hans er Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur. Dætur Gunnars eru Sif, Sigþrúður og Elísabet.

Gunnar lauk kandídatsprófi frá Háskóla Íslands árið 1970 og doktorsprófi frá sama skóla árið 1978. Hann varð lektor í sagnfræði við skólann árið 1976 og prófessor árið 1980, en áður hafði hann kennt við University College í London.

Sem fyrr segir skrifaði Gunnar fjölda kennslubóka en hann tók einnig þátt í ritun Sögu Íslands og ritstýrði útgáfu á Grágás.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Í gær

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm