fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Sagði fólki að fara til fjandans: Telur að hann eigi ekki neina framtíð í London

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. október 2019 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Granit Xhaka, fyrirliði Arsenal, reif sig úr að ofan og sagði stuðningsmönnum liðsins að fara til fjandans um helgina. Xhaka var tekinn af velli í leik gegn Crystal Palace og þá var baulað hressilega á miðjumanninn.

Unai Emery, stjóri Arsenal, viðurkennir að viðbrögð Xhaka hafi ekki verið ásættanleg. ,,Það sem Xhaka gerði var rangt. Við þurfum að halda ró okkar og tala við hann,“ sagði Emery.

The Athletic fjallar um málið og segist hafa heimildir fyrir því að Xhaka hafi farið heim, áður en leiknum lauk. Forráðamenn Arsneal hafa svo boðað hann á fund sinn.

,,Hann er liðsmaður en hegðun hans á sunnudag var til skammar,“ sagði Charlie Nicholas, sérfræðingur Sky Sports um málið.

,,Xhaka er fyrirliði núna en ég held að það sé ekki mikið lengur, eftir hegðun hans um helgina. Það að hann hafi ekki beðist afsökunar um leið, segir okur að hann sé reiður.“

Nicholas telur að Xhaka verði ekki mikið lengur í herbúðum Arsenal. ,,Hann er að koma fram fyrir Arsenal, sem fyrirliði. Það er ekki í boði að halda að þú sért stærri en félagið, ég sé hann ekki eiga framtíð hjá félaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Neville alls ekki sannfærður um leikmann United – „Hann er langt á eftir“

Neville alls ekki sannfærður um leikmann United – „Hann er langt á eftir“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Góður liðsstyrkur til Valsara

Góður liðsstyrkur til Valsara
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bonnie Blue opnar sig um hverjir eru þeir bestu og verstu í rúminu

Bonnie Blue opnar sig um hverjir eru þeir bestu og verstu í rúminu