fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Settur ríkislögmaður hefur fengið tæpar 18 milljónir vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. október 2019 07:58

Sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Árnason, sem er settur ríkislögmaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, hefur fengið 17,7 milljónir greiddar fyrir störf sín frá Embætti ríkislögmanns. Um tíu greiðslur er að ræða og hafa átta þeirra verið skráðar á vef opinna reikninga ríkisins. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti ríkislögmanns á enn eftir að birta tvær síðustu greiðslurnar á vefnum en þær nema samtals 7,8 milljónum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í svörum frá Embætti ríkislögmanns komi fram að embættið hafi greitt þetta eftir samþykki forsætisráðuneytisins.

Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í málunum lá fyrir að viðræður um bætur til hinna sýknuðu væru framundan. Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður, tilkynnti um vanhæfi sitt því hann er sonur Hallvarðs Einvarðssonar sem kom að meðferð málanna á áttunda áratugnum sem vararíkissaksóknari. Forsætisráðherra setti því Andra Árnason sem ríkislögmann í málunum og hefur hann verið á hliðarlínunni í sáttaumleitunum við dómþola en nefnd, sem forsætisráðherra skipaði, hefur séð um þær.

Í stefnu Guðjóns Skarphéðinssonar vegna málsins kemur fram að lögmaður hans hafi átt tvö símtöl við settan ríkislögmann og einn fund með honum. Lögmaðurinn hefur sent settum ríkislögmanni tvö bréf þar sem hann skoraði annars vegar á hann að taka skriflega afstöðu til kröfu Guðjóns og hins vegar með ábendingu um að ríkið geti sparað ef það greiðir inn á kröfuna. Hafi settur ríkislögmaður ekki svarað þessu efnislega og heldur ekki öðrum bréfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“