fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Léttist um 47 kíló: Miklu auðveldara en flestir halda – Nefnir nokkur lykilatriði

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 28. október 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikayla Falla spáði lítið sem ekkert í mataræðinu sem oftar en ekki samanstóð af Dominos-pítsum, súkkulaði og kaffibollum. Falla borðaði ekki morgunmat en í hádeginu leitaði hún í skyndibita og borðaði sig sadda. Hreyfing eða líkamsrækt var ekki inni í myndinni.

Falla segir sögu sína í viðtali við Body and Soul-vefritið en hún tók sig rækilega á þegar hún var orðin 130 kíló. Í viðtalinu segist hún ekki hafa vaknað fyrr en hún fór til læknis sem sagði að hún yrði að taka sig. Nú, nítján mánuðum síðar, er óhætt að segja að Falla sé komin á annan stað. Hún er 47 kílóum léttari og segist vera bæði hamingjusamari og hraustari en áður.

Falla nefnir nokkur lykilatriði um þennan góða árangur.

Mataræði

Falla kvaddi skyndibitann og súkkulaðið og raunar nær allan sykur og kolvetni. Hún segir að þetta hafi reynt á, en markmiðið hafi verið skýrt og lítið annað komið til greina en að halda sínu striki. „Ég vissi að það væri ljós við enda gangnanna og mér myndi líða 100% betur ef mér tækist ætlunarverkið.“

Svona er dæmigerður matseðill í dag:

Morgunmatur: Þrjú eggHádegismatur: 100 grömm af mögru kjöti og grænmeti.
Kvöldmatur: 150 grömm af kjúklingi með grænmeti
Kvöldsnarl: Ávextir/hnetur og stundum próteinstykki.

Líkamsræktin

Á mánudögum og fimmtudögum mætir Falla tvisvar á dag í ræktina og hún fer einu sinni á dag á föstudögum og laugardögum. Hún hvílir sig frá krefjandi líkamsrækt á sunnudögum en fer oft í langa göngutúra, stundum 7 til 11 kílómetra.

Ein regla sem hún fylgir alltaf

Það þarf stundum mikinn viljastyrk til að ná markmiðum sínum. Falla segist fylgja þeirri reglu að fá sér aldrei eftirrétt eftir að hafa farið út að borða. Þá passar hún að skammtastærðirnar séu réttar og hún borði ekki of mikið. Hún segist hafa lært ýmislegt á þessum 19 mánuðum en eitt standi þó upp úr. „Ekki gera þér of miklar vonir eða ætla þér of mikið strax. Settu þér frekar lítil markmið í einu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Í gær

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“