Á límmiðanum stóð I LIKE YOU I WILL RAPE YOU LAST eða Mér líkar við þig, ég mun nauðga þér síðast. Vilhelm deildi færslu vegna þessa á Twitter síðu sinni en þar segir hann starfsmenn verslunarinnar hafa varið límmiðann í stað þess að taka hann niður.
„Svarið þeirra var bara “Sorry ef þetta pirrar þig gæskan, ekki okkur að kenna, við gerðum ekki limmiðann“:)“
Jæja, sá þetta í afgreiðsluborði hjá búð sem ég ætlaði að versla hjá.
Gekk beint út.
Le Fix vörðu síðan þennan límmiða í stað þess að taka hann bara niður. pic.twitter.com/jchHJ3iOLT— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) October 28, 2019
Fylgjendur Vilhelms lofuðu hann fyrir að versla ekki við fyrirtæki sem sendir svona skilaboð. Vilhelm er búsettur í Kaupmannahöfn um þessar mundir en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvar myndin er tekin.
„Takk fyrir að taka slaginn. Þetta er viðbjóðslegur límmiði“
„Þetta er svo sjúkt ! Takk fyrir að beita þér fyrir breytingu“„Vel gert en það hræðir pínu er að þú sért fyrsti einstaklingurinn til að kvarta það hressilega að þetta sé tekið niður.“
„Oooooooj! Á þetta að vera fyndið?“
Svo virðist sem afstaða Vilhelms hafi skilað árangri þar sem verslunin sendi síðan skilaboð á hann á Facebook þess efnis að búið væri að taka límmiðann niður. Í svari verslunarinnar til Vilhelms var honum þakkað fyrir að taka eftir þessu.