fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Missti stjórn á bílnum á Grindavíkurvegi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. október 2019 14:01

Mynd tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í morgun eftir að hafa misst bifreið sína út af Grindavíkurvegi í hálku. Ekki er vitað um meiðsl viðkomandi sem stendur. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.

Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þá varð annað hálkuslys í umferðinni á Reykjanesbraut í morgun þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún snérist á akbrautinni og hafnaði á vegriði. Ökumaður slapp ómeiddur.

Að sögn lögreglu hafa allmörg umferðaróhöpp til viðbótar orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Má þar nefna að járnplata fauk á framrúðu bifreiðar sem var í akstri á Helguvikurvegi. Ökumanni brá svo við það að hann kippti í stýrið og endaði bifreiðin utan vegar. Hún var óökufær en ökumaðurinn slapp án meiðsla.

Þá hafa tíu ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Í gær

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“