fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Missti stjórn á bílnum á Grindavíkurvegi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. október 2019 14:01

Mynd tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í morgun eftir að hafa misst bifreið sína út af Grindavíkurvegi í hálku. Ekki er vitað um meiðsl viðkomandi sem stendur. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.

Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þá varð annað hálkuslys í umferðinni á Reykjanesbraut í morgun þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún snérist á akbrautinni og hafnaði á vegriði. Ökumaður slapp ómeiddur.

Að sögn lögreglu hafa allmörg umferðaróhöpp til viðbótar orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Má þar nefna að járnplata fauk á framrúðu bifreiðar sem var í akstri á Helguvikurvegi. Ökumanni brá svo við það að hann kippti í stýrið og endaði bifreiðin utan vegar. Hún var óökufær en ökumaðurinn slapp án meiðsla.

Þá hafa tíu ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti
Fréttir
Í gær

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur og sósíalisti fá styrki til náms í Bandaríkjunum

Áhrifavaldur og sósíalisti fá styrki til náms í Bandaríkjunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður afhjúpar hvernig stjórnarandstaðan nálgast þinglokasamninga – „Við það er ekki hægt að una“

Þórður afhjúpar hvernig stjórnarandstaðan nálgast þinglokasamninga – „Við það er ekki hægt að una“