fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

30 leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa – Kalla út aukamannskap til að koma í veg fyrir of langa bið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. október 2019 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega þrjátíu manns höfðu leitað á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi um hádegið í dag vegna hálkuslysa. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Landspítala.

Þar segir að um þriðjungur fólksins hafði lent í umferðarslysum, en aðrir voru gangandi vegfarendur sem lentu í óhappi.

„Þetta er fyrsti alvöru hálkudagurinn í Reykjavíkurborg á þessum vetri. Landspítali hefur þurft að kalla út starfsfólk aukalega til þess að reyna koma í veg fyrir að bið vegna hálkuslysa verði of löng. Biðtíminn er þó talsverður,“ segir í færslunni.

Landspítali vill minna fólk með minni veikindi eða líkamstjón að leita alltaf fyrst til sinnar heilsugæslu eða Læknavaktarinnar í Austurveri, ef kostur er. Þeir aðilar sinna fólki og greina – og vísa síðan til Landspítala, ef þörf krefur.

„Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum jafnan forgangsraðað eftir bráðleika vegna álags og aðflæðis. Við slíkar aðstæður á Landspítala getur fólk sem er ekki í bráðri þörf þurft að bíða lengi eftir þjónustu eða verið vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina í Austurveri,“ segir enn fremur.

Þá er bent á þjónustu heilsugæslustöðvanna sem eru nítján á höfuðborgarsvæðinu. „Þær eru flestar opnar kl. 8-16 og allar með síðdegisvakt að minnsta kosti frá kl. 16-17, mánudaga til fimmtudaga. Margar stöðvar eru jafnframt með vakt til kl. 18 á virkum dögum. Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vef hverrar heilsugæslustöðvar.

Færslu Landspítalans má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Í gær

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti