fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Birgir lá fyrir dauðanum vegna fíkniefnaneyslu fyrir tveimur mánuðum – Hefur öðlast nýtt líf í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 27. október 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„22/22. ágúst lá ég dauður á gólfinu heima hjá vini mínum, kominn niður í 60 kíló og kinnfiskasoginn vegna mikillar neyslu sem ég var í,” skrifar Birgir Jónsson, ungur maður sem fer yfir sögu sína í áhrifamiklum pistli á Facebook. Hann segist hafa verið fullur af sjálfshratri og með mikla sjálfseyðingarhvöt og þráði ekkert heitara en að deyja.

„Ég var búinn að berjast í allt of mörg ár við fíkniefnadjöfulinn og spilar rússneska rúllettu við lífið sem ég auðvitað tapaði,” segir Birgir.

Viku síðar vaknaði Birgir á gjörgæsludeild þar sem honum var haldið í öndunarvél. Hann var með samfallin lungu, skemmdan lungnavef, mikla stækkun á hjarta og nýrun voru illa farin.

Birgir þakkar fyrir að í kjölfar þessara atburða var hann sviptur sjálfræði í 70 klukkustundir. Eftir sjúkrahúsvistina fóru móðir hans og frænka hans með hann heim og hlúðu að honum. Þar var hann mjög veikur af lungnabólgu. Birgir segir að á þessum tímapunkti hafi fjölskylda hans gefið honum lífsviljann aftur. Innst inni vildi Birgir eitthvað annað en líf í neyslu en hann var orðinn svo illa farinn að hann vildi bara deyja.

Birgir kom um skeið að lokuðum dyrum í meðferðarkerfinu en móðir hans barðist fyrir því að hann fengi inni. Komast hann í meðferð á Vogi og vonast hann eftir plássi á Krýsuvík fljótlega.

Birgir hefur nú verið frá neyslu í tvo mánuði og horfir fram á bjartari tíma. Hann vill gera allt sem hann getur til að upplifa þetta ekki aftur og reyna að hjálpa öðrum til að forðast að lenda í þessum vítahring. „Ég á að baki 17 ár í neyslu, fangelsi og geðveikrahæli – nokkuð sem ég myndi ekki óska mínum versta óvini.“

Birgir segist verða var við fordóma gegn fíklum í heilbrigðiskerfinu en bendir á að fíkn sé sjúkdómur – sjúkdómur sem allt of margir deyi af.

Að lokum þakkar hann móður sinni, frænku og öðrum ástvinum stuðninginn, hann á þeim lífið að þakka.

Meðfylgjandi eru myndir af Birgi í sjúkrarúminu og svo núna í október, í edrúmennskunni. Fyrir neðan er tengill á færsluna hans. Þetta er áhrifamikil frásögn þó að textinn sé hrár og beri þess merki að Birgir er með skrifblindu. Það er eitt af mörgum verkefnum sem bíða hans í þeirri vegferð að byggja upp nýtt líf í edrúmennsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Í gær

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti