fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Parið sem lenti í bruna í Mávahlíð berst fyrir lífi sínu – „Þau eru sterk og eru að standa sig eins og hetjur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 27. október 2019 16:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov eru þungt haldin eftir bruna í kjallaraíbúð í Mávahlíð, Reykjavík, í vikunni. Sólrún Alda var flutt á sjúkrahús í Stokkhólmi og er í lífshættu. Rahmon er á sjúkrahúsi í Reykjavík og er einnig í lífshættu.

Fjallað er um málið á vef Mannlífs og þar segir móðir Sólrúnar, Þórunn Alda Gylfadóttir:

„Þau eru sterk og eru að standa sig eins og hetjur. Okkur langar til þess að þakka öllum fyrir allan þann stuðning og jákvæðu hugsanir sem þið hafið gefið frá ykkur, þessi jákvæða orka hjálpar okkur og þeim mikið.“

Við skulum öll trúa því að parið hafi þetta af. Þá er framundan löng og kostnaðarsöm endurhæfing. Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir þau Sólrúnu og Rahmon.

Reikningsnúmer: 0370-26-014493 Kennitala: 1911932379

Þórunn segir mikinn kostnað fylgja þessari baráttu og er hjartanlega þakklát þeim sem leggja lið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt