fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Hart tekist á um skort á íslenskukunnáttu hjá erlendu verslunarstarfsfólki – Þurfti að loka fyrir ummæli undir færslunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 27. október 2019 15:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnendur í FB-hópnum „Sögur af dónalegum viðskiptavinum“ neyddust til að loka fyrir ummæli undir færslu um framkomu við erlent starfsfólk í verslunum. Ástæðan var útlendingahatur og rasísk ummæli. Stjórnandinn segir:

„Rasismi og fordómar verða ekki liðnir í þessum hóp. Þeir sem virða ekki þessar reglur verða reknir úr hópnum. Og nei þetta er ekki brot á ykkar rétt að vera með skoðun. Ekki vera fáviti.“

Svo virðist sem megninu af rasísku ummælunum hafi verið eytt undir færslunni. Eftir stendur fjörleg umræða um hvort starfsfólk verslana og veitingastaða eigi að kunna íslensku. Málshefjandi segir eftirfarandi sögu:

„Varð vitni að því í Costco í dag þegar einn viðskiptavinurinn gekk upp að starfsmanni í áfyllingum og spurði hann að einhverju, á íslensku.
Starfsmaðurinn var erlendur og byrjaði að svara honum á ensku.
Viðskiptavinurinn varð þá skyndilega reiður, strunsar í burtu og segir hátt og skýrt (á íslensku) að ef hann ætli ekki að tala íslensku þá geti hann bara átt sig. Starfsmaðurinn skyldi ekkert hvað hafði gerst og stóð bara þarna, miður sín. Viðskiptavinurinn og önnur manneskja sem var með honum gengu svo í burtu fussandi og sveiandi yfir því að starfsmaðurinn væri ekki íslenskur.

Hvaða rugl er þetta? Er fólk svona óöruggt með sjálft sig að það finnur sig knúið til að vera með hroka og fávitaskap gagnvart erlendum starfskröftum? Er í alvörunni einhver undir sextíu ára aldri sem kann ekki í það minnsta smá ensku? Getum við ekki bara sýnt smá mannasiði inni á vinnustöðum annara?

Viðskiptavinur, ef þú ert að lesa þetta, prófaðu næst frasann „Sorry, I don’t speak english“ í stað þess að láta svona. Og fokkaðu þér svo.

Svo virðist sem meirihluti þeirra sem taka þátt telji sjálfsagt mál að ræða við erlent starfsfólk á ensku enda erfitt að læra íslensku. Einn skrifar:

„Það er óþarfi að úthúða og skammast í fólki sem ekki talar íslensku. Fyrirtæki ættu að hvetja starfsfólk sitt til að læra íslensku. Svo er annað að margir ný-íslendingar hreinlega geta ekki lært íslensku því of margir tala bara ensku við það og á endanum gefst fólk upp á að læra íslensku eða telur sig ekki þurfa þess.

Ekki eru þó allir sammála og einn skrifar:

„Mér þykir þú enn verri en þessi viðskiftarvinur í Costco og virðingarlaus gagnvart móðurmálinu. Að sjálfsögðu á fólk í þjónustu greinum að tala tungumál landsins. Þetta snýst að sjálfsögðu um það æðra vald sem þú kaust í síðustu Alþingis kosningum að það virðist ekki hafa rænu á því að stilla neinar kröfur til auðmaktarinnar er varðar virðingu gagnvart móðurmálinu né öðru er varðar mótbyr gegn peninga veldinu.

Annar þátttakandi í umræðunum lýsir fjandskap sem erlend afgreiðslustúlka á N1 máttu þola af viðskiptavini og talar hún þó góða íslensku:

„Ég horfði upp á einn gera nákvæmlega þetta sama í N1 sjoppu um daginn. Hann æpti upphátt þannig að allir í sjoppunni heyrði hvort að engin í þessari andskotans sjoppu tali íslensku. Ykkur til upplýsinga þá talar stelpugreyjið nánast fullkomna íslensku (sem hún gerði við hann), hún talar bara með örlitlum hreim. Mig langaði svo að segja honum til syndanna en ákvað að gera það ekki, ég hughreysti frekar stelpuna bara

Ein kona er þó hörð á stefnunni eitt land, eitt tungumál:

„Ef þú býrð á Íslandi þá talarðu íslensku, ef þú býrð í Noregi þá talarðu norsku, þýskaland þá er það þýska. Þetta segir sig sjálft ef þú ætlar að búa í öðru landi en þínu þá lærir þú tungumálið, það er bara þannig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Í gær

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti