fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Líkamsárás á Hótel Borealis – Marðist á handlegg og úlnlið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. október 2019 18:49

Frá Hótel Borealis

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið dæmdur í 15 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu skaðabóta og málskostnaðar vegna líkamsárásar á konu á Hótel Borealis, í Grímsnesi, í apríl á þessu ári. Maðurinn reif í handlegg konunnar svo hún hlaut mar á upphandlegg og úlnlið. Auk þess hlaut konan eymsli í annarri öxlinni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands.

Konan varð vitni að  átökum mannsins og konu hans og kvaðst hún hafa reynt að ganga í milli. Maðurinn segir hins vegar að konan hafi ráðist á sig og því hafi hann brugðist við í sjálfsvörn. Dómurinn taldi ekki sannað hvort þeirra hefði átt upptökin að átökunum. Var það virt honum til refsilækkunar að ekki taldist sannað að hann hefði átt upptökin.

Maðurinn var með ógnandi tilburði á hótelinu og þorði starfsfólk ekki að grípa inn í. Lögreglu barst tilkynning um framferði hans, kom á vettvang og handtók hann. Var hann talinn vera í annarlegu ástandi. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöðina á Selfossi.

Auk hins skilorðsbundna fangelsisdóms var maðurinn dæmdur til að greiða konunni 75.000 krónur og málvarnarlaun hennar, rúmlega 230.000. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnað, 637.000, þar af verjanda sínum rúma hálfa milljón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“