fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Fréttir

Trúnaðarbrestur í Áltaki – Framkvæmdastjóri og starfsmaður reknir fyrirvaralaust

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. október 2019 17:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV barst nýlega ábending þess efnis að framkvæmdastjóri húsaklæðningafyrirtækisins Áltaks hefði verið rekinn vegna þjófnaðar. DV hafði samband við Guðmund Hannesson, núverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hann hvorki staðfesti né neitaði að um þjófnaðarmál eða annað lögbrot væri að ræða en gaf eftirfarandi svar:

„Hið rétta er að ráðningarsamningi við fráfarandi framkvæmdastjóra og annan starfsmann var rift yfir nokkrum vikum eftir að upp kom um trúnaðarbrest gagnvart félaginu.Meira er ekki hægt að gefa upp um málið.“

Ljóst er því að framkvæmdastjórinn var rekinn vegna trúnaðarbrests en ekkert er hægt að fullyrða um hvers eðlis brot hans var og hvort það varðar við lög.

Guðmundur Hannesson var lengi sölustjóri fyrirtækisins en tók við sem framkvæmdastjóri í kjölfar þessara atburða. Áltak er gróið og virt fyrirtæki sem býður upp á fjölbreytta línu af byggingavörum með sérstakri áherslu á klæðningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt