fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Allt á floti í Kringlunni – Úðarar fóru í gang fyrir ofan Joe and the Juice – Starfsmaður Kringlunnar neitaði að veita upplýsingar – Sjá myndbönd

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. október 2019 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vatn fossast núna niður úr lofti og á gólf fyrir framan Joe and the Juice í Kringlunni. Svo virðist sem úðarakerfi hafi farið í gang eins og gerast á við eldsvoða. DV hafði samband við skrifstofu Kringlunnar. Starfsmaður sem svaraði neitaði að veita upplýsingar um málið. Sagði hann að það stríddi gegn reglum. Blaðamaður benti honum á að ef blaðamaður væri sjálfur staddur í Kringlunni þá gæti hann séð þetta með eigin augum. Það sem væri að gerast ætti sér stað á almannafæri og væri því vart trúnaðarmál. Starfsmaður haggaðist ekki við þessi rök.

Samkvæmt sjónarvottum og myndefni sem hefur verið birt virðist hafa orðið bilun með þeim afleiðingum sem lýst er hér að ofan.

RÚV greinir einnig frá málinu og þar segir:

„Vatnskerfi Kringlunnar fór óvænt í gang á annarri hæð hússins nú á fimmta tímanum en það er hluti af eldvarnarkerfi verslunarmiðstöðvarinnar. Engin hætta var þó á ferðum en engu að síður lokaðist af sá hluti Kringlunnar þar sem flest veitingahúsin eru og rúllustigarnir stöðvuðust. Mikið vatn safnaðist fyrir á gólfi.“

Hér að neðan má sjá myndbönd frá vettvangi:

„Jesús minn sjáiði vatnið á gólfinu…“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Í gær

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu