fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Þórdís auglýsir eftir tölvu dóttur sinnar úr innbrotinu sem Gísli Pálmi er bendlaður við – „Góð fundarlaun í boði”

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. október 2019 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Árnadóttir heitir konan sem ásakaði Gísla Pálma Sigurðsson rappara og vinkonu hans, Ástrós Ósk Skaftadóttur, um innbrot á heimili í Árbæ og þjófnað á sunnudagskvöld. Lögregla hefur hvorki staðfest né neitað því að þetta fólk hafi verið að verki en Gísli Pálmi svarar ásökunum um slíkt á Facebook með hæðnisfullum hætti í gær. Dóttir Þórdísar dvaldist á heimilinu og meðal þess sem var stolið var skólataska hennar en í töskunni var auk annars tölvan hennar.

Tölvan er dóttur Þórdísar afar mikilvæg því í henni eru skólaritgerðirnar hennar geymdar. Þórdís heitir fundarlaunum hverjum þeim sem finnur þetta þýfi og skilar því til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hefur Þórdís veitt DV góðfúslegt leyfi til að birta þessa tilkynningu og setja tengil inn á FB-síðu hennar. Þar geta mögulegir finnendur sent Þórdísi skilaboð. Segir hún góð fundarlaun vera í boði:

„Á sunnudagskvöld var brotist inn í íbúð þar sem dóttir mín og systir hennar voru gestkomandi í og tölvunni hennar og skólatösku var stolið.
Í skólatöskunni var pennaveski með vasareikni og minnislykli…þar sem ritgerðirnar hennar eru geymdar. Við ætlum að borga fundarlaun þeim sem finnur þetta dót og skilar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Áríðandi er að tölvan skili sér. Í henni eru verkefni sem hún þarf. Tölvan er af gerðinni Macbook 13″
Góð fundarlaun í boði.”

DV hefur ekki tekist að ná sambandi við Gísla Pálma og Ástrós þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Sjá einnig:

Gísli Pálmi borinn þungum sökum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu