fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Máni rassskellir Samfylkinguna – „Tilgerðarleg hræsni“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. október 2019 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson segir nýja kvennakvóta Samfylkingarinnar vera tilgerðarlega hræsni. Máni, sem hefur lýst sér sem sósíalista, segir þetta sýna að sumar konur séu jafnari en aðrar. Um helgina samþykkt Samfylkingin nýjar prófkjörsreglur sem tryggja hlutfall kvenna sé tryggt í efstu sætum framboðslista, en ekki kynjanna eins og áður var.

„Fyrir mér er stærsta jafnréttismálið að hækka laun kvennastétta.Samfylkingin ætti kannski að byrja á því í RVK áður en þau bjóða uppá þessa þvælu. Þessi aðgerð er eins og annað frá stjórnmálunum í dag tilgerðarleg hræsni. Ég held að stjórnmálin hafi aldrei verið á eins slæmum stað og þau eru í dag,“ skrifar Máni á Facebook og deilir viðtali Harmageddon við Þórarin Snorra, ritara Samfylkingarinnar.

Flosi Eiríksson tekur undir með Mána og bætir við að það væri góð byrjun að hækka kaupið hjá þeim lægst launuðu hjá borginni, sem eru konur í meirihluta. Því svarar Máni: „En það virðist því miður vera svo að sumar konur eru jafnari en aðrar. Þess vegna bauð stjórnmálaelítan uppá jafnlaunavottun. Sem ekki gagnast konum í láglaunastörfum rassgat. En þær áttu að koma næst, þær eru enn að bíða.“

Máni heldur svo áfram og segir: „Farðu á láglauna vinnustað og þær geta sagt þér hvað þessi jafnlaunavottun er frábær. Af hverju var byrjað að tryggja konum á goðum launum eða meðallaunum betri laun.? En ekki konum í láglaunastörfum. Þetta er bara hræsni.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild reglugerðardrög Willums aftur lögð fram – „Ég segi nei við svona voðaverkum“ 

Umdeild reglugerðardrög Willums aftur lögð fram – „Ég segi nei við svona voðaverkum“ 
Fréttir
Í gær

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög