fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Norður-Kóreumenn hrifnir af Benidorm og vilja gera alveg eins

Tuttugu manna sendinefnd heimsótti Spán nýlega – Norður-Kóreumenn vilja fjölga ferðamönnum

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. júní 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa hrifist mjög af þeirri vinnu sem unnin hefur verið á Benidorm á Spáni í tengslum við ferðamannaiðnaðinn. Nýlega heimsótti sendinefnd frá Norður-Kóreu þennan fjölsótta ferðamannastað til að kynna sér hvernig staðið er að málum.

Í frétt El Confidencial á Spáni kemur fram að tuttu manna sendilið hafi heimsótt Spán nýverið og þá einkum og sér í lagi ferðamannastaði á austurströndinni, allt frá Barcelona suður til Alicante.

Í fréttinni kemur fram að Norður-Kóreumenn séu stórhuga þegar kemur að fjölgun ferðamanna og hafa þeir sett markið á milljón erlenda ferðamenn á ári. Það er býsna rífleg fjölgun frá því sem nú er, en talið er að hundrað þúsund manns heimsæki landið heim á hverju ári.

Yfirvöld í Norður-Kóreu beina einkum sjónum sínum að Wonsan, sem er hafnarborg við austurströnd landsins, en þar er veðurfar einkar hagstætt. Hitastig er í kringum 30 stig yfir sumartímann og sólardagar eru margir. Markmiðið er að byggja strandstað með hótelum og afþreyingu af ýmsu tagi, ekki ósvipuðum þeim og finna má á Spáni og víðar.

Í frétt El Confidential kemur fram að sendinefndin hafi hrifist mjög af Benidorm en verið síður hrifin af öðrum fjölsóttum ferðamannastöðum, til dæmis þeim sem finna má í Barcelona. Þeir hafi hrifist meira af skemmtigörðum og annarri léttari afþreyingu sem finna má á Benidorm og í nágrenni strandstaðarins.

„Við vildum einblína á strendurnar því þær eru það sem við höfðum áhuga á,“ segir talsmaður norðurkóreskra yfirvalda og bætti við að líklega muni þeir taka hugmyndirnar með sér til Norður-Kóreu og nota þær í Wonsan að einhverju leyti. Nú stendur yfir uppbygging í Wonsan og er vonast til þess að strandbærinn geti tekið á móti fyrstu gestum sínum um mitt næsta ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jón Ingi bendir á hræsni Bergþórs – „Var fullur á Klaustursbar þegar hann átti að vera á þingfundi að afgreiða fjárlög“

Jón Ingi bendir á hræsni Bergþórs – „Var fullur á Klaustursbar þegar hann átti að vera á þingfundi að afgreiða fjárlög“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Séra Valgeir kemur séra Friðriki til varnar – Hann hafði viðurnefnið „Friðrik barnavinurinn“

Séra Valgeir kemur séra Friðriki til varnar – Hann hafði viðurnefnið „Friðrik barnavinurinn“
Fréttir
Í gær

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“
Fréttir
Í gær

Landbúnaðarháskólinn vill láta bera þýska konu út úr leiguhúsnæði

Landbúnaðarháskólinn vill láta bera þýska konu út úr leiguhúsnæði