fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Þetta er brandarinn um Hildi Lilliendahl sem setti netið á hliðina – Facebook-hóp eytt og Hildur vill gera grínið ólöglegt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. október 2019 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríflega þrjátíu þúsund manna hópur spéfugla, Brandarasíða fyrir lengra komna 18+, hefur verið eytt. Ástæðan er að öllum líkindum brandari sem Valgeir Sveinsson, einn helsti gárungi hópsins, setti þar inn um Hildi Lilliendahl. Hildur birtir sjálf brandarann á Twitter og gefur í skyn að þessi brandari ætti að vera ólöglegur.

Brandarinn hljómar svo: „Ég fékk næstum því mín fyrstu endaþarmsmök í gær, sagði vinur minn. Hvernig er hægt að fá næstum því að ríða í rassgat, spurði ég. Hildur Lillendahl tottaði hann á mér.“ Ekki verður betur séð en þessi brandari hafi fallið í kramið hjá meðlimum hópsins, ef marka má fjölda læka áður en hópnum var eytt.

Líkt og fyrr segir þá birti Hildur sjáskot af þessu á Twitter en í athugasemd deilir forritarinn Steinar Bragi Sigurðarson skjáskoti sem virðist sýna að hann hafi tilkynnt hópinn til Facebook. Því hafi hópnum verið eytt.

Valgeir sem fór með brandarann og var stjórnandi í hópnum hefur stofnað nýjan hóp. Þar skrifar hann í morgun: „Jæja. Það þurfti bara 1 feminista til þess að láta loka Brandarasíðu fyrir lengra komna. Gerum þessa öflugri með því að benda fólki með húmor á að sækja um og svara spurningunum.“

Hildur fær fjölda baráttukveðja á Twitter og segja margir að þessi brandari sé viðbjóður og ógeð. Ein kona skrifar. „Þetta er ekki hægt, afhverju er þetta hægt“ og því svarar Hildur: „Af því að kynbundið og rafrænt ofbeldi er bókstaflega ekki ólöglegt. Það er eitthvað sem löggjafinn getur breytt og ætti að breyta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Dæmd sek fyrir að hafa myrt tengdaforeldra sína með eitruðum sveppum

Dæmd sek fyrir að hafa myrt tengdaforeldra sína með eitruðum sveppum
Fréttir
Í gær

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga