fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Markaður til styrktar fjölskyldum á flótta!

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 29. júní 2017 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hluti af stjórn Solaris koma saman fyrir stuttu og skipulagði verkefnin framundan

Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, standa fyrir markaði í dag milli kl. 17 og 20 til þess að safna fyrir fjölskyldur á flótta. Það eiga ekki allir peninga fyrir lögfræðiþjónustu, læknisþjónustu eða jafnvel matarinnkaupum þegar fjölskyldur á flótta detta úr þjónustu hjá Útlendingastofnun og vill Solaris aðstoða þá sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi og eru nú í neyð.

„Síðustu daga höfum við tekið við gríðarlega miklu magni frá almenningi af fötum á öll kyn og allan aldur, fallegum munum fyrir heimilið, stórum sem og smáum, bókum, spilum, skóm og öllu milli himins og jarðar, til þess að selja á markaðinum. Án velvilja fólks væri þetta ekki hægt,“ segir í fréttatilkynningu frá samtökunum.

Lifandi tónlist á staðnum

„Við tunglið erum nágrannar“ var samstarfsverkefni listkennslunema og fólks í hælisleitendastöðu á Íslandi í vetur. Hluti af hljómsveitinni mun spila á markaðinum í dag á milli kl. 17 og 18. Þau munu spila akústíska tóna frá Líbanon og öðrum Austurlöndum en fiðluleikarinn er íslensk, oud-spilarinn frá Líbanon og söngkonan frá Palestínu.

Mælt er með því að fólk mæti fyrr en seinna.

Markaðurinn verður haldinn í garðinum við Álfhólsveg 145 í Kópavogi, vinstra megin. Nóg er af bílastæðum á móti húsinu.

 Við vonumst svo til þess að sjá sem flesta á markaðinum! Þetta er tilvalið tækifæri til þess að versla á góðu verði og styrkja mikilvægt málefni á sama tíma, njóta ljúfrar tónlistar og samveru hvors annars,
segir enn fremur í fréttatilkynningunni. Nánari upplýsingar og sýnishorn af því sem er til sölu má finna hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef