fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Magnea er látin – „Hún var góðhjörtuð manneskja, gjafmild við aðra en gleymdi stundum sjálfri sér“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. október 2019 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hún var góðhjörtuð manneskja, gjafmild við aðra en gleymdi stundum sjálfri sér. Hún sýndi öðrum mikinn kærleika og mikið örlæti, fólk þáði hjá henni en gaf ekki alltaf til baka,“ segir Kolbrún Birgisdóttir um uppeldissystur sína, Magneu Þóru Erlingsdóttir. Magnea verður jarðsett í dag, á stórafmælisdaginn sinn en hún hefði orðið sextug í dag, er fædd þann 21. október árið 1959.

Magnea lést þann 3. október. Hún fékk krabbamein í leg sem breiddist út um líkamann. „Hún dó þremur vikum eftir að hún lagðist inn á spítala,“ segir Kolbrún.

Sem fyrr segir voru þær Kolbrún og Magnea uppeldissystur. „Hún kom til okkar þegar hún var tveggja ára, pabbi tók hana að sér,“ segir Kolbrún. Þær systur voru afar samrýmdar. Báðar stríddu við óreglu framan af ævinni en náðu að snúa lífi sínu við í starfi innan Hjálpræðishersins.

„Það tók mig þrjár vikur að koma systur minni inn í Hjálpræðisherinn. Hún neitaði mér tvisvar en svo mætti hún og þá varð ekki aftur snúið. Bakkus náði tökum á henni, hún var lengi í rugli, en þarna náði hún að rísa upp og losna úr óreglunni. Eftir að hún var laus við áfengið fór hún að njóta sín miklu betur, hún losnaði við feimina og fór að lifa eðlilegu lífi,“ segir Kolbrún en Magnea lét til sín taka í unglingastarfi í Hjálpræðishernum og naut sín mjög í því. „Hún fann sig vel í því enda átti hún engin börn sjálf. Það er mikill söknuður eftir henni núna hjá börnunum og unglingunum í Hjálpræðishernum,“ segir Kolbrún.

Magnea bjó lengi við Skúlagötu en fyrir rúmu ári flutti hún í fallega tveggja herbergja íbúð að Fellsmúla og þar leið henni mjög vel.

„Ég var við dánarbeðinn hennar og kvaddi hana. Ég sat ein hjá henni síðustu 17 mínúturnar áður en hún skildi við. Ég ætlaði að gista hjá henni um nóttina en hún skildi við áður, klukkan sjö mínútur yfir ellefu um kvöldið,“ segir Kolbrún.

Magnea Þóra Erlingsdóttir er kistulögð í dag kl. 11:30 og verður jarðsett frá Fossvogskirkju kl. 13 í dag.

Kolbrúnu þykir mikið vænt um innrömmuðu myndina sem sjá má hér að ofan. „Hún gaf mér hana þegar pabbi minn dó árið 2011. Ég er búin að varðveita hana síðan og þessi mynd hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir mig.“

DV sendir öllum aðstandendum Magneu innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Í gær

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Í gær

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað