fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Sirrý segir femínista reyna að þagga niður í Áslaugu Örnu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. október 2019 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn umdeildi pistlahöfundur Sirrý Hallgrímsdóttir segir í Bakþanka Fréttablaðsins í dag að femínistar sem gagnrýndu Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra fyrir karllægt orðalag hafi verið að reyna að þagga niður í henni. Hún kallar það dólgaaðferð að finna að því hvernig fólk orðar hluti. Líkt og DV greindi frá í vikunni spratt upp talsverð úlfúð á Twitter vegna orðalags Áslaugar Örnu. Grein Áslaugar féll ekki í kramið hjá femínistunum Hildi Lilliendahl og Sóley Tómasdóttur, sem gagnrýna Áslaugu fyrir karllæga orðanotkun í eftirfarandi málsgrein: „Þeir sem kæra kynferðisafbrot þurfa að vera þess fullvissir að tekið verði á málum þeirra af fagmennsku.“

Sirrý gagnrýnir þessa gagnrýni: „Áslaug Arna dómsmálaráðherra skrifaði grein um þolendur kynferðisofbeldis. Greinin fjallar um vilja hennar til að bæta stöðu brotaþola og augljóst er hvar hennar hugur liggur. En hún notar á einum stað orðið „þeir“. Og þar með var þið-vitið-hver laus. Augljóst var hver hugur Áslaugar er í þessum málum. En þá ryðjast fram sjálfskipaðir rétthafar orðræðunnar, hengja sig í orðið „þeir“ sem er karlægt orð og upp gýs heilög reiði og vandlæting. Sagði hún þeir, ÞEIR!!??“

Sirrý vísar svo til orða Maríu Lilju Þrastardóttur um að það megi alveg gagnrýna Áslaugu Örnu þar sem hún væri „hámenntuð rík Garðabæjarmær“. Sirrý skrifar um það: „Þessi dólgaaðferð, að horfa ekki til efnis heldur að hengja sig í orðin er tilraun til að þagga niður í öllum þeim sem ekki hafa tileinkað sér það orðfæri sem fámennur en hávær hópur samþykkir sem rétt. Ein þessara orðhafa lenti í mótvindi á netinu vegna hneykslunar sinnar og bar það fyrir sig að árás sín á Áslaugu væri réttmæt m.a. vegna þess að Áslaug er ekki „úr blokk í Fellunum“ og tilheyrði því yfirstétt.“

Sirrý fer svo að gefa í skyn að þessi orð Maríu Lilju lýsi fordómum gagnvart fátækum. „Nú skulum við gefa okkur að þessi „rökstuðningur“ fyrir valdastöðu Áslaugar endurspegli ekki fordóma og fyrirlitningu viðkomandi gagnvart íbúum Breiðholts (sem er auðvitað ekki útilokað). Gefum okkur fremur að hún sé að reyna að koma orðum að þeirri hugsun að stjórnmálamenn verði stöðu sinnar vegna að þola harða gagnrýni en farist það svona herfilega úr hendi. Sú hugsun á fullan rétt á sér og það er sjálfsagt að veita svigrúm fyrir þá túlkun. En væri ekki gott ef þetta viðvarandi sármóðgaða fólk drægi nú andann aðeins og veitti öllum eðlilegt svigrúm til að tjá sig rétt eins og það krefst til handa sjálfu sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd