fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Erla útskýrir hvers vegna íslenskar fréttir eru oft svo lélegar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. október 2019 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erla Hlynsdóttir, fyrrverandi blaðamaður og framkvæmdastjóri Pírata, útskýrir á mannamáli í stöðufærslu á Facebook hvers vegna fréttir á Íslandi séu ekki betur unnar en ella. Ástæðan fyrir því eru skelfilega léleg laun blaðamanna hér. Fjöldi þjóðþekkta blaðamanna taka undir með henni.

„Ég hef oft verið hugsi yfir því af hverju blaðamenn eru ekki háværari um hversu laun þeirra eru ömurleg. Alla mína blaðamannatíð var ég langt yfir taxta en ég var samt með glötuð laun. Það er viðurkennd staðreynd í okkar samfélagi að leikskólakennarar, svo dæmi sé tekið, séu með léleg laun. Af hverju er það ekki jafn viðurkennt hvað blaðamenn eru með léleg laun? Þykir blaðamönnum óþægilegt að skrifa fréttir um hvað þeir sjálfir eru á lágum launum? Er Blaðamannafélag Íslands að standa sig svona illa í samningaviðræðum?,“ spyr Erla.

Hún vekur athygli á því að blaðamenn fá lægri laun en leiksskólakennarar. „Grunnlaun leikskólakennara samkvæmt launatöflu A eru 459.609 kr. Byrjunarlaun blaðamanna samkvæmt launatöflu SA og Blaðamannafélags Íslands frá 1. maí 2018, 1. flokki: 322.816. Af hverju finnst ykkur fréttir oft illa unnar? Af því blaðamennska er láglaunastarf. Eina ástæðan fyrir því að það birtast vel unnar fréttir á íslenskum miðlum er að fjöldinn allur af hæfileikaríku hugsjónafólki og fréttafíklum starfar við fjölmiðlana okkar,“ skrifar Erla.

Hún kallar eftir því að vitundavakning verði í þessum málum. „Við getum samt ekki boðið fólki upp á þessi ömurlegu laun. Ég kalla einfaldlega eftir vitundarvakningu um þau glötuðu skilyrði sem íslenskir blaðamenn starfa við og að ætlast er til þess að þeir sinni ómældum tíma í ólaunaða yfirvinnu. Ég kalla eftir því að blaðamenn fái laun í samræmi við ábyrgð sína og álag. Allt annað er einfaldlega í andstöðu við upplýst lýðræðissamfélag,“ skrifar Erla.

Einn þeirra sem tekur undir með Erlu er Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi. Hann skrifar: „Þetta er algerlega laukrétt hjá þér, Erla. Og stundum hef ég einmitt velt þessu fyrir mér; blaðamenn eru að fjalla um kröfur hinna og þessara stétta samviskusamlega (ég segi ekki af vandlætingu heldur af nokkrum skilningi og jafnvel samúð) — kröfur sem eru oftast, og mega þá heita réttmætar, talsvert hærri en sem nemur þeirra eigin launum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“