fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Guðrún segir málið grafalvarlegt – „Eftir sitja ríflega 800 manns sem fá enga endurhæfingu“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 18. október 2019 16:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandenda þeirra, harmar þá stöðu sem upp er komin á Reykjalundi vegna fyrirvaralausra uppsagna fyrrum framkvæmdastjóra og yfirmanns lækninga, Birgis Gunnarssonar og Magnúsar Ólasonar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

„Starfshættir stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa  á Reykjalundi sem hefur haft í för með sér að starfsmenn hafa lýst vantrausti á stjórn SÍBS og fjöldi lækna hefur sagt upp störfum. Þessi staða kemur til með að bitna á meðferð sjúklinga sem er grafalvarlegt mál.“

Hugarfar segist hafa í samstarfi við fyrrum stjórnendur og heilaskaðateymi Reykjalunda unnið markvisst að því að stuðla að framförum á meðferð einstaklinga sem hafa hlotið heilaskaða.

„Þrátt fyrir að heilaskaði er ein algengasta orsök áunninnar fötlunar hjá ungu fólki og ein meginorsök ótímabærs dauða þá er engin heildstæð stefna né langtíma meðferðarúrræði til staðar. Meðferðin sem fer fram á Reykjalundi er bráðnauðsynleg fyrir bata þessara einstaklinga og því skiptir sköpum að ró skapist um starfsemina þannig að sjúklingar fái faglega meðferð.Árlega verða um 900 manns fyrir heilaskaða en einungis 80 fá greiningu og bráðameðferð vegna þessa. Eftir sitja ríflega 800 manns sem fá enga endurhæfingu. Það er ljóst að kostnaður samfélagsins er gríðarlega mikill þar sem svo stór hópur fær ekki endurhæfingu við hæfi. Til þess að einstaklingar með heilaskaða geti fótað sig sjálf í samfélaginu á ný þarf að stórefla þá endurhæfingu sem er í boði.“

Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars, segir öfluga uppbyggingu heilaskaðateymis hafa átt sér stað á Reykjalandi á síðastliðnum árum og að það sé mjög mikilvægt að það haldi áfram.

„Heilskaðateymið býr yfir mikilli þekkingu á afleiðingum höfuðhögga og heilaskaða. Sú þekking er af skornum skammti í heilbrigðiskerfinu. Samkvæmt tillögum heilbrigðisráðherra byggt á skýrslu starfshóps um stefnubreytingar í meðferð einstaklinga sem hlotið hafa heilaskaða þá stendur til að bæta meðferðina, m.a. á Reykjalundi. Mikilvægt að sú innleiðing gangi eftir með nýjum stjórnendum. Við erum jafnframt áhyggjufull fyrir hönd okkar skjólstæðinga enda er ástand þeirra mjög viðkvæmt og nauðsynlegt að ekki ríki órói í kringum starfsemi stofnunarinnar og tryggð sé áframhaldandi fagleg meðferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Í gær

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dr. Gunna brá heldur betur í brún þegar hann kom heim

Dr. Gunna brá heldur betur í brún þegar hann kom heim