fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Guðrún segir málið grafalvarlegt – „Eftir sitja ríflega 800 manns sem fá enga endurhæfingu“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 18. október 2019 16:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandenda þeirra, harmar þá stöðu sem upp er komin á Reykjalundi vegna fyrirvaralausra uppsagna fyrrum framkvæmdastjóra og yfirmanns lækninga, Birgis Gunnarssonar og Magnúsar Ólasonar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

„Starfshættir stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa  á Reykjalundi sem hefur haft í för með sér að starfsmenn hafa lýst vantrausti á stjórn SÍBS og fjöldi lækna hefur sagt upp störfum. Þessi staða kemur til með að bitna á meðferð sjúklinga sem er grafalvarlegt mál.“

Hugarfar segist hafa í samstarfi við fyrrum stjórnendur og heilaskaðateymi Reykjalunda unnið markvisst að því að stuðla að framförum á meðferð einstaklinga sem hafa hlotið heilaskaða.

„Þrátt fyrir að heilaskaði er ein algengasta orsök áunninnar fötlunar hjá ungu fólki og ein meginorsök ótímabærs dauða þá er engin heildstæð stefna né langtíma meðferðarúrræði til staðar. Meðferðin sem fer fram á Reykjalundi er bráðnauðsynleg fyrir bata þessara einstaklinga og því skiptir sköpum að ró skapist um starfsemina þannig að sjúklingar fái faglega meðferð.Árlega verða um 900 manns fyrir heilaskaða en einungis 80 fá greiningu og bráðameðferð vegna þessa. Eftir sitja ríflega 800 manns sem fá enga endurhæfingu. Það er ljóst að kostnaður samfélagsins er gríðarlega mikill þar sem svo stór hópur fær ekki endurhæfingu við hæfi. Til þess að einstaklingar með heilaskaða geti fótað sig sjálf í samfélaginu á ný þarf að stórefla þá endurhæfingu sem er í boði.“

Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars, segir öfluga uppbyggingu heilaskaðateymis hafa átt sér stað á Reykjalandi á síðastliðnum árum og að það sé mjög mikilvægt að það haldi áfram.

„Heilskaðateymið býr yfir mikilli þekkingu á afleiðingum höfuðhögga og heilaskaða. Sú þekking er af skornum skammti í heilbrigðiskerfinu. Samkvæmt tillögum heilbrigðisráðherra byggt á skýrslu starfshóps um stefnubreytingar í meðferð einstaklinga sem hlotið hafa heilaskaða þá stendur til að bæta meðferðina, m.a. á Reykjalundi. Mikilvægt að sú innleiðing gangi eftir með nýjum stjórnendum. Við erum jafnframt áhyggjufull fyrir hönd okkar skjólstæðinga enda er ástand þeirra mjög viðkvæmt og nauðsynlegt að ekki ríki órói í kringum starfsemi stofnunarinnar og tryggð sé áframhaldandi fagleg meðferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd