fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fréttir

Gerður ætlar að gefa Íslendingum 50 þúsund smokka: „Allir eigi að geta stundað öruggt kynlíf“

Auður Ösp
Mánudaginn 5. júní 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Frá upphafi hefur það alltaf verið mér mikið hjartans mál að geta gefið fría smokka því ég trúi því að allir eigi að geta nálgast fría smokka til að stunda öruggt kynlíf,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi hjálpartækjaverslunarinnar Blush.is en hún fékk í gær senda fimmtíu þúsund smokka sem sérmerktir eru fyrirtækinu. Hún hyggst leyfa þjóðinni að njóta góðs af.

Í færslu á facebooksíðu Blush kveðst Gerður ætla að gefa smokkanna með það í huga að minnka smit á kynsjúkdómum og koma í veg fyrir ótímabærar þunganir.

„Þetta er ekki bara frábært fyrir einstaklinga heldur líka heilbrigðiskerfið okkar þar sem hægt er að spara gríðarlega mikinn pening með fækkun fóstureyðinga og kynsjukdómasmita.“

Þá bendir Gerður á að 12 stykkjja smokkapakki kosti á bilinu 1500 til 1800 krónur úr búð. Má því áætla að gjöf Blush til Íslendinga sé að rúmlega 7 milljón króna virði. Þeir sem vilja nýta tækifærið og sækja sér birgðir af af smokkum geta mætt í Blush en verslunin er staðsett í Hamraborg 5 í Kópavogi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“