fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Leikmaður Hauka varð fyrir líkamsárás á B5 – Þurfti að leita til læknis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. október 2019 15:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann þurfti á læknisaðstoð að halda, fékk áverka í andlit. Hvað nákvæmlega úr því verður liggur ekki fyrir á þessari stundu, það á eftir að koma betur í ljós, en hann er bólginn í andliti,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í viðtali við DV. Bandarískur leikmaður Hauka, Flenard Whitfield, varð fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum B5 í Bankastræti um síðustu helgi.

Flenard er nýr leikmaður hjá Haukum en hann hefur áður leikið á Íslandi. Hann mun missa eitthvað af æfingum og leikjum vegna árásarinnar en ljóst er líka að hann mun ná sér að fullu. Að sögn Braga var Flenard einfaldlega á röngum stað á röngum tíma, gerði ekkert til að valda átökunum og hann og félagar hans sýndu mikla stillingu í uppnáminu sem varð. Flenard var þarna staddur ásamt nokkrum félögum sínum úr körfuboltaheiminum, bæði innlendum og erlendum leikmönnum. Inni á staðnum var dálítill hópur manna í leit að átökum, miðað við þær upplýsingar sem Bragi hefur fengið um málið:

„Þessir gæjar voru bara að snapa sér fæting. Hann annaðhvort horfði „vitlaust“ á einhvern eða svaraði ekki einhverri athugasemd eins og menn vildu og var kýldur í andlit,“ segir Bragi. Hann segir jafnframt að lögregla hafi komið á staðinn og skakkað leikinn. Þá hefur hann eftir öruggum heimildum að körfuboltamennirnir hafi ekki svarað í sömu mynt og brugðist við þessari árás af mikilli stillingu. Er það skilningur Braga að Flenard og félagar hans hafi sýnt mjög þroskuð viðbrögð:

„Það er ljóst að ef þeir hefðu viljað svara fyrir sig þá væru þessir menn sem réðust á þá ekki í góðum málum. Því þetta eru allt yfir tveggja metra há vöðvabúnt,“ segir Bragi og telur líklegt að óeirðaseggirnir hefðu ekki átt möguleika í körfuboltamennina ef hinir síðastnefndu hefðu slegist á móti.

Aðspurður segir Bragi að körfuknattleiksdeildin hafi ekki átt í neinum samskiptum við B5 vegna málsins. Varðandi slíkt og möguleg kærumál gegn árásarmönnunum þá segir Bragi að deildin muni einfaldlega láta Flenard ákveða hvað hann vilji gera í málinu, fylgjast með, vera til staðar og styðja hann.

Rétt er að taka fram að aðspurður sagði Bragi að árásin hefði ekkert haft með kynþáttafordóma eða útlendingahatur að gera. Lenard og félagar hans hefðu einfaldlega verið svo óheppnir að verða á vegi slagsmálahunda í ham.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku