fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Guðbrandur ráðinn framkvæmdastjóri

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. október 2019 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbrandur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Borgarplasts hf. og hefur hann þegar hafið störf. Borgarplast framleiðir fiskikör, frauðkassa fyrir ferskan fisk og lax, frauðeinangrun og ýmsar fráveitulausnir á borð við brunna, olíuskiljur og rotþrær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins Haukur Skúlason leiddi sameiningu félagsins við Plastgerð Suðurnesja á síðasta ári og uppbyggingu á nýrri öflugri verksmiðju fyrir frauðkassa á Ásbrú í Reykjanesbæ sem tók nýlega til starfa. Stjórn félagsins þakkar Hauki fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar.

Á Völuteigi 31 í Mosfellsbæ rekur Borgarplast hverfisteypu fyrir fiskikör og svipaðar vörur þar sem er einnig aðalskrifstofa félagsins. Hjá félaginu starfa 38 starfsmenn.

Guðbrandur starfaði í sjávarútvegi um árabil, síðast sem framkvæmdastjóri ÚA og Brims á árunum 1996-2004. Þá var hann forstjóri Mjólkursamsölunnar á árunum 2005-2008.  Hann var framkvæmdastjóri Plastprents 2010-2012, framkvæmdastjóri PwC 2013-2016 og framkvæmdastjóri Heimavalla frá 2016 til loka mars á þessu ári.  Guðbrandur er með B.Sc. próf í matvælafræði frá Háskóla Íslands og MBA próf frá Edinborgarháskóla.

„Borgarplast er spennandi fyrirtæki og hvílir rekstur þess á traustum og gömlum grunni. Félagið hefur mörg góð tækifæri til að sækja fram og stækka. Umhverfismál munu móta rekstur félagsins í framtíðinni eins og allra annarra umbúðafyrirtækja en félagið er í dag að endurvinna frauð og hyggst auka endurvinnslu af slíku tagi. Ný og öflug frauðverksmiðja á Ásbrú gerir okkur kleift að þjóna betur framleiðendum á ferskum fiski og laxi, hvoru tveggja greinar sem eru í mikilli sókn. Félagið býr að góðu starfsfólki sem hefur langa og góða reynslu í að framleiða lausnir sem henta aðstæðum á Íslandi og erlendis og þjóna viðskiptavinum þess. Stærsta eigandi Borgarplasts er framtakssjóður í umsjá Alfa sem er öflugur bakhjarl fyrir félagið og þau verkefni sem það stendur frammi fyrir í dag,“ segir Guðbrandur í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti
Fréttir
Í gær

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“
Fréttir
Í gær

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna