fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður rannsakar Eimskip í aukavinnu – Hefur þegið 7,5 milljónir fyrir rannsóknina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. október 2019 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldís Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri húsnæðisbótasviðs hjá Íbúðalánasjóði, rannsakar Eimskip og forstjóra þess, Gylfa Sigfússon, í stífri aukavinnu fyrir Samkeppniseftirlitið. Þetta kemur fram í frétt í Viðskiptamogganum í dag. Á undanförnu einu og hálfu ári hefur Aldís þegið að meðaltali um 440 þúsund krónur á mánuði fyrir þessa aukavinnu, eða samtals um 7,5 milljónir.

Aldís er fyrrverandi yfirmaður í fíkniefnadeild lögreglunannar en auk þess hefur hún starfað hjá sérstökum saksóknara og sem lögreglufulltrúi í efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra.

Þessi aukavinna Aldísar er hluti af rannsókn Samkeppniseftirlitsins á Eimskip sem staðið hefur yfir í tíu ár. Eimskip hefur mótmælt rannsókninni og sagt Samkeppniseftirlitið vera að stunda lögreglurannsókn gegn félaginu. Talið er að Aldís hafi verið fengin til verkefnisins vegna reynslu sinnar af rannsóknum efnahagsbrota. Eimskip bendir á að Samkeppniseftirilitinu sé óheimilt að stunda lögreglurannsóknir.

Einnig kemur fram í frétt Morgunblaðsins að Aldís hefur verið að rannsaka Eimskip fyrir Samkeppniseftirlitið frá árinu 2017 en hún hóf störf hjá Íbúðalánasjóði í byrjun árs 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda