fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Karen er systir kynferðisbrotamanns – „Af hverju gerði hann þetta, hvernig gat hann gert börnunum sínum þetta?“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 12. október 2019 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, stígur fram í helgarblaði Fréttablaðsins og lýsir þeim flóknu og erfiðu aðstæðum þegar náinn aðstandandi, í hennar tilviki bróðir hennar, er dæmdur fyrir kynferðisbrot. Segir hún að aðstandendur brotamanna á Íslandi lifi í skugganum og skömminni og sorginni og erfitt sé fyrir aðra að setja sig í sömu spor, nema þeir hafi gengið í gegnum þetta sjálfir.

Þorsteinn Halldórsson, bróðir Karenar, var fyrir rúmu ári dæmdur til fangelsisvistar fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng. Fyrir Héraðsdómi Reykjaness er nú í gangi annað mál þar sem Halldór er sakaður um sambærileg brot gegn barni.

Sérlundaður og öðruvísi

Karen lýsir bróður sínum sem sérlunduðum öðruvísi manni. „Hann var lánlaus og allt sem hann gerði einhvern veginn mislukkaðist“

Börn Þorsteins eru þrjú og Karen lýsir í viðtalinu hvernig börnin hafa þurft að ganga í gegnum gífurlega þungbær og erfið áföll í lífinu.  Móðir þeirra dó langt fyrir aldur fram og hálfbróðir þeirra ,sem varð þeirra stoð og stytta eftir fráfall móður þeirra, tók sitt eigið líf. „Heimurinn einfaldlega hrundi og allt varð svart. Á þessum tímapunkti skildi ég ekki hvernig systkinin gætu haldið áfram með sitt eigið líf, sorgin var svo mikil.“

Grátur, vantrú, sorg og reiði

Það voru því þung skref þegar það kom í hlut Karenar að tilkynna börnum Þorsteins að pabbi þeirra hefði verið handtekinn fyrir kynferðisbrot. „Börnin hans höfðu fram að þessu þolað mikið meira en nóg. […] Ég man bara brot af viðbrögðum þeirra við þessu en einna helst man ég að það hreinlega slokknaði allt líf í augum þeirra. Grátur, vantrú, sorg, reiði, allt í einu og á sömu mínútu.

Eftir að Þorsteinn var handtekinn upplifði fjölskyldan mikla skömm, sorg og viðbjóð. „Allt í einu var ég tengd brotamanni gegn börnum.“ Karen þurfti að horfast í augu við að hennar eigin bróðir væri fær um slíkt ofbeldi. Lífinu hafði verið snúið á hvolf.

„Umræðan versnaði eins og alltaf í svona málum lýsingarnar á brotunum voru alls staðar og fylltu man viðbjóði um leið og það togaðist á innra með mér væntumþykja fyrir bróður mínum.“ Málið lagðist þyngst á börn Þorsteins sem gengu í gegnum helvíti og segir Karen að þau hafi í kjölfarið átt erfitt uppdráttar „Þau hrösuðu, mikið og alvarlega. Stöðugar áminningar um brot pabba þeirra urðu til þess að þau fóru ekki vel með sig og gátu ekki auðveldlega höndlað daglegt líf“

Eftir sitja flóknar spurningar og blendar tilfinningar

Tilfinningarnar voru miklar, erfiðar og blendnar en Karen sá fljótt að enginn skipulagður stuðningur er í boði á Íslandi fyrir aðstandendur brotamanna. Þó svo hægt sé að leita til sálfræðings þá telur Karen að börn Þorsteins hefðu átt að fá víðtæka aðstoð, félagslega, sálræna og fjárhagslega. Fjölskyldan sitji upp með endalausar spurningar.

„Þetta er einfaldlega ekki sá maður sem ég ólst upp með og taldi mig þekkja alla ævi. Hvernig höfðum við brugðist honum? Af hverju gerði hann þetta, hvernig gat hann gert börnunum sínum þetta, hafði verið brotið á honum sem barni?“ Eins velti fjölskyldan fyrir sér hvað taki við þegar Þorsteinn er laus úr fangelsi. „Verður hann velkominn á heimili mitt þegar hann losnar? Mun ég einhvern tímann geta skilið hann eða af hverju gerði hann þetta. Hvað verður um hann?“

Meira má lesa um málið hjá Fréttablaðinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna
Fréttir
Í gær

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan
Fréttir
Í gær

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall